Hálfur milljarður á facebook

Mark Zuckerberg, stofnandi, eigandi og forstjóri facebook.
Mark Zuckerberg, stofnandi, eigandi og forstjóri facebook. Reuters

Meðlimir samskiptasíðunnar facebook eru nú orðnir 500 milljónir. Í tilkynningu frá facebook segir að um 100 milljónir manna hafi gerst meðlimir síðasta hálfa árið.

Forsvarsmenn facebook segja þetta mikilvægan áfanga í stuttri sögu fyrirtækisins en facebook síðan var opnuð árið 2004. Sögðust þeir fullir auðmýktar vegna viðtakanna en jafnframt blæsi gott gengi þeim í brjóst.

Nú stefna facebook-menn á 750 milljón notendur. Það muni að öllum líkindum ekki taka langan tíma.

Mark Zuckerberg, forstjóri og eigandi facebook, sagðist nýlega fullviss um að notendur facebook verði einn milljarður innan skamms.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert