Hávaxnir í meiri hættu

Hæðinni fylgir aukin hætta.
Hæðinni fylgir aukin hætta. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Vísindamenn við háskólann í Oxford hafa sýnt fram á að hávaxnir virðast í meiri hættu en aðrir að fá einhverja af tíu gerðum tiltekinna krabbameina. Heilsuvefur BBC greinir frá þessu.

Þar kemur fram að fyrir hverja 10 sentimetra sem hæð einstaklings er umfram fimm fet (152 sentimetra) aukast líkurnar á því að fá eitthvert hinna tilteknu gerða krabbameina um 16%.

Rannsókn sem gerð var á 1,3 milljónum breskra miðaldra kvenna frá 1996-2001, og sagt var frá í vísindaritinu The Lancet Oncology, benti til þess að efni sem stjórna hæð fólks geti einnig haft áhrif á vöxt æxla.

Breska krabbameinsfélagið Cancer Research UK segir að hávaxið fólk eigi ekki að óttast þessar niðurstöður. 

Rannsóknin tengdi auknar á líkur á að fá tíu tegundir krabbameina við hæð, þ.e. krabbamein í ristli, endaþarmi,  brjóstum, legi, eggjastokkum, nýrum, eitlum, eitlakrabbamein önnur en Hodgkin, hvítblæði og illkynja sortuæxli.

Hávöxnustu konurnar, þæs sem voru meira en 180 sentimetra háar (5"9') voru 37% líklegri til að hafa fengið æxli en þær lágvöxnustu sem voru minna en 152 sentimetra háar.

Þótt rannsóknin hafi einungis beinst að konum sögðu vísindamennirnir að auknar líkur á að fá þessi krabbamein með aukinni líkamshæð ætti einnig við um karlmenn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Egat Diva - Snyrti-Nuddbekkur,Rafmagns fyrir Snyrti,Fótaaðgerða,spa....
Egat Diva - Rafmagns snyrti-/nuddbekkur, Vatnshelt áklæði, svartir og beige ...
https://www.funiceland.is - Ferðavefur
FunIceland.is er ferða- og upplýsingavefur um náttúru Íslands. Skoðaðu vefinn m...
Herbegi í ágúst og september
Leita eftir herbegi til leigu á höfuðborgarsvæðinu frá 1. ágúst til 7. október n...
 
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Fulltrúaráðsfundur
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...