McKinley-fjall lækkar um 25 metra

McKinley-fjall, sem er einnig þekkt sem Denali, er hæsta fjall ...
McKinley-fjall, sem er einnig þekkt sem Denali, er hæsta fjall Norður-Ameríku.

Bandarískir landfræðingar segja að hæsta fjall Norður-Ameríku, McKinley-fjall í Alaska, sé 25,29 metrum lægra heldur en menn hafa áður talið. Þeir segja að fjallið, sem er einnig þekkt sem Denali, sé 20.237 fet, eða 6.168 metra hátt. 

Hæð fjallsins var síðast mæld með formlegum hætti árið 1952, að því er segir á vef breska útvarpsins.

Bandarískir jarðvísindamenn velta nú vöngum yfir því hvort rekja megi þessa breytingu til betri mælitækja eða hvort um áhrif af völdum loftlagsbreytinga sé að ræða. 

Jarðvísindastofnun Bandaríkjanna greindi frá þessu er það birti nýjar svæðalýsingar fyrir Alaska. 

Nýjasta mælingin var framkvæmd á síðasta ári með sérstakri ratsjá, sem kallast á  ensku Interferometric Synthetic Aperture Radar. 

McKinley er vinsæll áfangastaður fjallagarpa, en það er í Denali-þjóðgarðinum í Alaska. Fjallagarpurinn og pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir kleif fjallið í maí sl., en hún stefnir á að klífa hæstu tindana í sjö heimsálfum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Hreinsa þakrennur ofl
Hreinsa þakrennur og tek að mér ýmis smærri verkefni Uppl. í síma 847 8704 manni...
Heilsuráðgjafi, Einkaþjálfari, Nuddari og fl.
Nudd, Næringaráðgjöf og Einkaþjálfun eftir þinni getu, einnig fyrirbyggjandi þjá...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN, DANISH & SWEDISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA, DANSKA, SÆNSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA, SÆNSKA I, II, III, IV, V, VI: Starting dates...
Giftingar- og trúlofunarhringar frá ERNU
Mikið úrval. Á mynd er silfurpar með alexandrite-steini sem gefur mikið litaflóð...