McKinley-fjall lækkar um 25 metra

McKinley-fjall, sem er einnig þekkt sem Denali, er hæsta fjall ...
McKinley-fjall, sem er einnig þekkt sem Denali, er hæsta fjall Norður-Ameríku.

Bandarískir landfræðingar segja að hæsta fjall Norður-Ameríku, McKinley-fjall í Alaska, sé 25,29 metrum lægra heldur en menn hafa áður talið. Þeir segja að fjallið, sem er einnig þekkt sem Denali, sé 20.237 fet, eða 6.168 metra hátt. 

Hæð fjallsins var síðast mæld með formlegum hætti árið 1952, að því er segir á vef breska útvarpsins.

Bandarískir jarðvísindamenn velta nú vöngum yfir því hvort rekja megi þessa breytingu til betri mælitækja eða hvort um áhrif af völdum loftlagsbreytinga sé að ræða. 

Jarðvísindastofnun Bandaríkjanna greindi frá þessu er það birti nýjar svæðalýsingar fyrir Alaska. 

Nýjasta mælingin var framkvæmd á síðasta ári með sérstakri ratsjá, sem kallast á  ensku Interferometric Synthetic Aperture Radar. 

McKinley er vinsæll áfangastaður fjallagarpa, en það er í Denali-þjóðgarðinum í Alaska. Fjallagarpurinn og pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir kleif fjallið í maí sl., en hún stefnir á að klífa hæstu tindana í sjö heimsálfum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Einstaklingsíbúð í Garðabæ til leigu
Fyrir reyklausan reglusaman einstakling. Gæludýr ekki leyfð Áhugasamir sendi ...
Kvæði Bjarna Thorarensen 1847
Til sölu afar fágæt ljóðabók eftir Bjarna Thorarensen amtmann, Kvæði, prentuð í ...
SUMARHÚS - GESTAHÚS - BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...