NASA rannsakar íslenska jökla

Langjökull.
Langjökull.

Sérstakt radartæki var í dag sent af stað frá Suður-Kaliforníu í Bandaríkjunum áleiðis til Íslands en tækinu er ætlað að kortleggja nákvæmlega hvernig jöklar hreyfast að vetri til að því er segir á vefsíðu Geimferðastofnunar Bandaríkjanna (NASA) sem stendur fyrir sendingunni.

Fram kemur á vefsíðu NASA að upplýsingarnar muni auka skilning vísindamanna á bráðnun jökla sem eigi mikinn þátt í hækkandi sjávarmáli. Tækjabúnaðurinn hafi verið sendur Íslands með flugvél á vegum NASA en slíkur búnaður hafi einnig verið sendur til landsins í júní 2012 til þess að kortleggja hreyfingar jökla að sumri til. Rannsóknirnar munu fara fram á Langjökli og Hofsjökli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert