Google kaupir dróna

Flygildi eru í mikillið þróun. Þau eru af ýmsum stærðum ...
Flygildi eru í mikillið þróun. Þau eru af ýmsum stærðum og gerðum og notuð bæði til góðra verka og slæmra. AFP

Bandaríski tæknirisinn Google tilkynnti í dag um kaup á fyrirtækinu Titan Aerospace, sem framleiðir sólarorkuknúin flygildi, eða dróna. Hugmynd Google er að sögn að nota flygildin til að koma á netsambandi á afskekktum stöðum.

„Þetta er enn á frumstigi, en gervihnettir innan lofthjúpsins gætu nýst til þess að koma á netsambandi fyrir milljónir manna, og stuðlað að lausn ýmissa vandamála þar á meðal við neyðaraðstoð í kjölfar hamfara og náttúrueyðingar eins og útrýmingu skóga,“ segir talsmaður Google við Afp.

„Þess vegna erum við svo spennt fyrir því að bjóða Titan Aerospace velkomið í Google fjölskylduna.“

Ekki hefur verið gefið uppi hvert kaupverðið var. Flygildin frá Titan geta starfað í allt að 5 ár í tæplega 20.000 metra hæð yfir jörðu. Þau geta unnið sambærileg verkefni og staðbundnir gervihnettir en fyrir minni pening.

Google reynir fyrir sér á fleiri sviðum því þar er einnig í þróun verkefnið Loon, þar sem loftbelgir eru notaðir til að koma á netsambandi á svæðum sem ekki eru tengd.

Sagt er að Facebook hafi lýst áhuga á að kaupa Titan áður en Google varð fyrri til. Facebook tilkynnti hinsvegar í mars um kaup á breska fyrirtækinu Ascenta, sem sérhæfir sig í ómönnuðum, sólarknúnum farartækjum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

"Lítil" og gömul ritvél með @ óskast
Áttu svoleiðis vél í dóti sem er í góðu lagi? Sendu mér þá tölvupóst á: hagbokh...
Heimavík
...
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
 
Aflamark
Tilkynningar
??????? ??????????????? ? ??? ?? ????...
L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Breyting á deiliskipulagi í flatey
Leikskólakennsla
Breyting á deiliskipulagi í Flat...