Aukefnin ekki notuð á Íslandi

Gatorade
Gatorade AFP

Vífilfell hefur aldrei notað hið umdeilda innihaldsefni BVO í Powerade og Fanta drykki sem seldir eru hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Víilfelli, en The Coca Cola Company tilkynnti í gær að hætt verði að nota BVO í drykkjum fyrirtækisins.

BVO stendur fyrir Brominated Vegetable Oil, eða grænmetisolía. Fréttastofan Reuters hefur eftir rannsóknarstofunni Center for Science in the Public Interest að litlar rannsóknir hafi verið gerðar á BVO og olían kunni að vera skaðlegt neytendum. Engin ástæða sé til að nota það í Gatorade, eða aðra drykki.

Samkvæmt Vífilfelli er BVO ekki notað í neinum drykkjum sem seldir eru í Evrópu. The Coca Cola Company ætlar á næstu mánuðum að skipta út grænmetisolíunni í drykkjum fyrirtækisins sem seldir eru í Bandaríkjunum. Búist er við að því verði að fullu lokið í lok þessa árs.

Sjá einnig: Aukefni fjarlægð úr Powerade og Fanta

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert