Vísbending um að vatn sé á Mars

„Selfie“ sem rannsóknarjeppi NASA, Curiosity, tók á plánetunni Mars.
„Selfie“ sem rannsóknarjeppi NASA, Curiosity, tók á plánetunni Mars. AFP

Vísindamenn gera sér nú vonir um að vatn sé að finna á Mars. Leiðangur könnunarjeppa NASA, Curiosity, gefur vísbendingar um að vatn kunni að finnast nærri yfirborði plánetunnar Mars.

Stjarneðlisfræðingar segja ástæðuna vera að kalsíum perklórat hefur fundist á yfirborði plánetunnar en það er tegund salts sem er mjög gleypið efni og lækkar það frostmark vatns þannig að það helst sem vökvi.

Efnasambandið er þannig vísbending um „mjög salt saltvatn," samkvæmt vísindagrein sem birtist í vísindaritinu Nature í dag.

„Yfir nóttina gufar sumt af vatninu upp í gufuhvolfið og þéttist á yfirborði plánetunnar í formi frosts," sagði aðstoðarritstjórinn Morten Bo Madsen, hjá stofnun Niels Bohr Háskólans í Kaupmannahöfn.

„Kalsíum perklórat er mjög gleypið efni og myndar saltvatn með vatni, þannig að frostmark vatnsins lækkar og getur frostið breyst í vökva. Jarðvegurinn er gropinn þannig að það sem við erum að sjá er það vatnið seytlar í gegnum jarðveginn," segir hann.

Rannsakendur segja þó að þrátt fyrir að vatn kunni að finnst á Mars sé ómögulegt að líf geti þrifist á plánetunni vegna slæmra aðstæðna.

„Það er of þurrt, of kalt og geimgeislunin er svo orkumikil að geislarnir ná í það minnsta einn metra ofan í yfirborðið og drepur allt líf - að minnsta kosti eins og við þekkjum það hér á jörðu,“ segir í texta háskólans.

mbl.is
Hjólhýsastæði óskast í Reykjavík
Hjólhýsastæði óskast til leigu í sumar 6956523...
Greinakurlari
Glussastýrður greinakurlari fyrir traktor, www.hardskafi.is Sími 896 5486...
Málningar- og viðhaldsvinna
Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og góð umgengni. T...
Kantsteins og múrviðgerðir
Vertíðin hafin hafið samband í símum 551 4000. 6908000 á verktak@verktak.is e...