Alzheimerslyf glæðir vonir

Fyrstu tilraunir með nýja lyfið gegn Alzheimers vekja vonir en ...
Fyrstu tilraunir með nýja lyfið gegn Alzheimers vekja vonir en það er hins vegar enn á frumstigum þróunar. AFP

Nýtt lyf sem verið er að þróa gegn Alzheimerssjúkdómnum virðist vera öruggt og skila árangri gegn orsök hans ef marka má fyrstu tilraunir með lyfið á sjúklingum. Rannsóknirnar eru enn á frumstigi en þessar fyrstu vísbendingar glæða vonir manna um að lyfið reynist árangursríkt.

Óeðli­legar út­fell­ingar pró­tína í heil­an­um sem hafa verið nefnd mýlildi á ís­lensku eru taldar orsök Alzheimers. Talið er að skán sem prótínin mynda á milli tauga­frumna valdi hrörn­un og dauða heila­frumna.

Aducanumab er sagt eyða þessari skán en lyfið er enn á frumstigum þróunar. Grein um fyrstu tilraunirnar með það á mönnum birtist í vísindaritinu Nature þar sem það er sagt öruggt og vísbendingar séu um að það stöðvi minnisglöp.

Rannsóknin stóð yfir í ár og tóku 165 manns þátt í henni. Henni var ætlað að sýna hvort lyfið væri öruggt. Fjörutíu manns heltust úr lestinni, um helmingur þeirra vegna aukaverkana eins og höfuðverkja. Umfangsmeiri rannsóknir eru nú í undirbúningi.

Sérfræðingar eru hóflega bjartsýnir á að Aducanumab standi undir væntingum. Dr. Tara Spires-Jones við vitsmuna- og taugakerfismiðstöð Edinborgarháskóla bendir á að mörg lyf komist í gegnum þessi fyrstu stig tilrauna en standist ekki skoðun í stærri rannsóknum.

„Þessar nýju upplýsingar vekja vonir en þær eru ekki endanlegar enn,“ segir John Hardy, prófessor í taugavísindum við University College í London, við breska ríkisútvarpið BBC

mbl.is

Bloggað um fréttina

Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 900.- Er í Garðabæ s: 8691204...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...