Hvítur regnbogi á himni

Þokubogar virðast að mestu hvítir en þegar betur er að ...
Þokubogar virðast að mestu hvítir en þegar betur er að gáð má sjá daufa liti í þeim. Ljósmynd/Melvin Nicholson

Hvítur regnbogi, svokallaður þokubogi, náðist á mynd yfir frosnum mýrum í vestanverðu Skotlandi.

Melvin Nicholson var á gangi á svæðinu er hann sjá hvíta regnbogann allt í einu birtast. Í frétt BBC er haft eftir honum að um ótrúlega fallega sjón hafi verið að ræða. „Þetta er litarlaus regnbogi sem er myndaður af örsmáum vatnsdropum sem mynda þoku,“ segir hann. Hann segir ótrúlegt að hafa orðið vitni að þessu náttúruundri. Aðeins er hægt að sjá slíkan boga ef sólin er í baki þess sem horfir á. 

Fleiri sambærilegir bogar hafa náðst á mynd á öðrum stöðum í Bretlandi síðustu daga. 

Hér má lesa frekar um þetta óvenjulega náttúrufyrirbæri.

mbl.is
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...
Skápur til sölu.
Furuskápur hæð,2.m breidd 0,71meter. 6000.kr. uppl.8691204....
Ljósmyndanámskeið fyrir byjendur
Flott námskeið fyrir þá sem vilja læra á myndavélina og ná enn betri myndum. ...