Boða breytingar á Facebook

AFP

Facebook er að gera töluverðar breytingar á samfélagsmiðlinum þar sem póstar frá fyrirtækjum, fjölmiðlum og vörumerkjum verða gerðir minna áberandi. Breytingarnar verða gerðar á því svæði þar sem nýjar færslur eru (News feed) og í stað auglýsinga verður lögð áhersla á efni sem fjölskylda og vinir setja inn. Þetta kemur fram í færslu forstjóra Facebook, Mark Zuckerberg.

Þetta mun væntanlega þýða að skipulögð starfsemi, svo sem fyrirtæki o.fl., mun dala í vinsældum þegar litið er til þess hversu margir sjái færslurnar þeirra segir  Zuckerberg. Breytingarnar taka gildi á næstu vikum. 

Zuckerberg segir að Facebook hafi fengið fjölmargar ábendingar um að efni frá opinberum aðilum, fyrirtækjum, vörumerkjum og fjölmiðlum, sé að drekkja öðrum færslum sem séu meira á persónulegum nótum. Efni sem tengi fólk miklu frekar saman en það efni sem kemur inn frá fyrirtækjum. 

Hann og teymið á bak við Facebook hafi talið sig bera skyldu til þess að tryggja að Facebook hugi að velferð fólks. 

Kynningarefni verður nú aðeins sýnilegt í hópum sem eru sérstaklega skráðir, svo sem umræðuhópum um sjónvarpsefni og íþróttir og fleira. 

Annað dæmi sem hann nefnir varðandi breytingar eru rauntíma-myndskeið (live video feeds) sem vekja oft mikla umræðu. 

mbl.is
Fasteignir
Ertu að leita að fasteignasala ? Frítt söluverðmat, vertu í sambandi sími ...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
ALVÖRU KERRUR FYRIR ATHAFNAFÓLK
Vorum að fá sendingu m.a. af 2 tonna og 2,6 tonna kerrum, tveggja öxla, möguleik...
Mjög góður Runó Megane
Runó Mjög góður Runó til sölu. Bíllinn er mjög vel og lítið ekinn eða 162.000 k...