Örflaga grædd í starfsmenn

Hópur sænskra sjálfboðaliða tekur nú þátt í tilraun þar sem örflaga er grædd undir húð þeirra en með flögunni er hægt að opna dyr á skrifstofunni og hlið í líkamsræktarstöðinni svo dæmi séu tekin.

Ulrike Cesling er meðal þeirra sem taka þátt í tilrauninni. Hún hefur látið græða örflögu undir húðina á handarbaki sínu og notar hana m.a. til að opna dyr. Hún segist taka þægindi og bætt aðgengi fram yfir áhyggjur af mögulegum brotum á persónuvernd. Celsling er hugbúnaðarsérfræðingur.

„Ég er ekki óttaslegin því að ég held að tæknikunnátta núna sé ekki næg til að hakka sig inn í örflöguna,“ segir hún í viðtali við AFP-fréttastofuna. Hún segist þó ætla að endurmeta stöðuna þegar fram líða stundir. Hún geti alltaf látið fjarlægja flöguna.

Með flögunni er einnig hægt að panta lestarmiða, svo dæmi sé tekið.

Svíar eru þekktir fyrir að vera óhræddir við að deila persónuupplýsingum. Það gæti, að því er fram kemur í meðfylgjandi myndskeiði, verið ástæðan fyrir því að þeir eru framarlega í þessum efnum nú.

mbl.is
Reiðhjólaviðgerðir
Hjólaspítalinn Auðbrekku 4. Viðgerðir á öllum gerðum hjóla, stuttur biðtími, flj...
Reiðhjólaviðgerðir
Hjólaspítalinn Auðbrekku 4. Viðgerðir á öllum gerðum hjóla, stuttur biðtími, flj...
Glæsilegt 6-8 manna sumarhús í Hvalfirði
Glæsilegt 6-8 manna sumarhús til leigu í Hvalfirði einungis 55 km frá Reykjavík....
Tattoo
...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. ...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel m...
Sumarstörf n1
Önnur störf
Vilt þú vinna á líflegum vinnustað í s...