Láta græða í sig örflögur

Kristinn R. Þórisson.
Kristinn R. Þórisson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Meira en 4.000 Svíar eru sagðir hafa látið græða í sig örflögur á undanförnum mánuðum.

Segir í frétt bandarísku NPR-fréttastofunnar að örflögurnar séu hannaðar til þess að auðvelda daglegt líf notenda þeirra, meðal annars með því að veita þeim aðgang að heimili og vinnustað, geyma neyðarupplýsingar eða jafnvel kaupa farmiða í sænskar lestir.

Örflögurnar eru græddar í notandann rétt fyrir ofan þumalfingur, og kostar aðgerðin um 1.600 sænskar kr., eða um 21.000 íslenskar kr.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Kristinn R. Þórisson, prófessor í tölvunarfræði við HR og stofnandi Vitvélastofnunar Íslands, nokkuð ljóst að örflögutæknin sé komin til að vera. Hann segir að henni geti fylgt miklir kostir, sérstaklega þegar kemur að heilbrigðisþjónustu.

„Ég yrði hissa ef enginn Íslendingur væri komin með örflögu eða Ísland væri ekki búið að taka afstöðu til þessara mála eftir 20 ár, því að tækninni fleygir það hratt fram,“ segir Kristinn.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Einstakt vortilboð - 14,44 fm Garðhús - kr. 375.900,-
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...