Fleiri greinast með krabbamein tengt offitu

Eitt af því sem getur hjálpað fólki sem er að ...
Eitt af því sem getur hjálpað fólki sem er að berjast við ofþyngd er hreyfing. AFP

Mikil aukning á krabbameini tengdu offitu meðal ungs fólks í Bandaríkjunum skyggir mjög á fréttir af fækkun dauðsfalla af völdum krabbameins.

Niðurstöður nýrrar rannsóknar á tíðni krabbameins eru birtar í tímaritinu Lancet í dag en rannsóknin nær til meirihluta bandarísku þjóðarinnar. Rannsóknin sýnir fram á að tíðni fimm tegunda krabbameins, þar sem offita er þekktur áhættuþáttur, hefur aukist mjög frá árinu 1995 til 2015 meðal kvenna og karla yngri en fimmtugt. 

Til að mynda hefur þeim sem greinast með krabbamein í brisi fjölgað um 1% á ári í aldurshópnum 45-49 ára. Mun meiri fjölgun er í aldurshópnum 30-34 ára. Í aldurshópnum 25-29 ára er aukningin enn meiri eða 4,4% á ári. 

Aukningin var einnig mest í aldurshópnum 25 til 29 ára á fjórum öðum tegundum krabbameins þar sem offita er áhættuþáttur. Það er krabbamein í nýrum - þar er aukningin 6,23%, gallblöðru (3,71%), krabbamein í legi (3,35%) og ristli (2,41%).

Fólki sem glímir við offitu hefur fjölgað mjög í Bandaríkjunum og hefur meira en tvöfaldast á fjórum áratugum. Svipaða sögu er að segja af öðrum efnameiri ríkjum heims og er talið að um tveir milljarðar jarðarbúa séu of þungir. 

Hér er hægt að lesa nánar um niðurstöður rannsóknarinnar

Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn er í dag, 4. febrúar. Af því tilefni er vinnuvikan tileinkuð fræðslu um ýmislegt sem viðkemur krabbameini og forvörnum gegn því. Fyrirtæki eru hvött til að hafa jákvæð áhrif á heilsu starfsfólks síns og Krabbameinsfélagið býður þingmönnum í heimsókn föstudaginn 8. febrúar til að taka þátt í örnámskeiðinu „Allt sem þú þarft að vita um krabbamein“, samkvæmt fréttatilkynningu frá Krabbameinsfélagi Íslands.

Á alþjóðlega krabbameinsdeginum 2019 hefst þriggja ára herferð krabbameinsfélaga um allan heim þar sem fyrirtæki, samfélög og einstaklingar eru hvött til að sýna stuðning, láta í sér heyra og þrýsta á stjórnvöld um aðgerðir til að fækka krabbameinstilvikum. Slagorð alþjóðlegu herferðarinnar er: „Ég er... og ég ætla...“ þar sem hverjum fyrir sig gefst færi á að lýsa sinni leið til að vinna gegn krabbameini. 

Krabbameinsfélagið hefur fengið fyrirtæki til liðs við sig sem skuldbinda sig til þess að láta til sín taka í baráttunni gegn krabbameini með því að miðla upplýsingum til starfsmanna sinna og stuðla að heilsusamlegu vinnuumhverfi.

Á Íslandi létust 700 vegna krabbameins árið 2018

Einn af hverjum þremur Íslendingum fær krabbamein einhvern tíma á ævinni. Í dag látast 9,6 milljónir manna úr krabbameini í heiminum á ári hverju og á Íslandi er krabbamein önnur algengasta dánarorsökin. Árið 2018 létust tæplega 700 manns vegna krabbameins á Íslandi. Hægt væri að koma í veg fyrir að minnsta kosti þriðjung þessara dauðsfalla með auknum forvörnum, þekkingu á einkennum, snemmgreiningu og meðferð.

„Við þurfum öll að vera meðvituð um lífsstílsþætti sem eru fyrirbyggjandi gegn krabbameini og þegar fyrirtæki auðvelda starfsfólki sínu að velja heilbrigða lifnaðarhætti styðja þau við starfsmannahópinn um leið og þau vinna gegn krabbameini,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands. „Aukin þekking hjálpar okkur að vera vakandi fyrir einkennum, taka upplýstar ákvarðanir um heilsu okkar og takast á við ótta og misskilning um krabbamein.“

mbl.is
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR
Glæsilegar kristalsljósakrónur fyrir falleg heimili. Handskornar kristalsljósak...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Bókalind - antikbókabúð
Höfum á boðstólnum fjölbreytta flóru af bókum. Við erum með t.d. orðabækur, matr...
Í boði á bokmenntir.netserv.is
Anna í Grænuhlíð I-III. Íslenskar ljósmæður I-II. Forn frægðarsetur I-IV. Fles...