Rússar ætla að „aftengjast“ veraldarvefnum

Rússar ætla að aftengjast veraldarvefnum um stund, sem lið í ...
Rússar ætla að aftengjast veraldarvefnum um stund, sem lið í að koma upp sínum eigin nafnaþjónum. AFP

Rússnesk yfirvöld ætla að aftengja landið veraldarvefnum um stund og segir BBC það vera lið í áætlun stjórnvalda um að finna leiðir til að verjast tölvuárásum. Þegar lokað verður á veraldarvefinn munu þær upplýsingar sem fara milli rússneskra borgara og stofnana landsins  ekki verða send um alþjóðlegt kerfi nafnaþjóna líkt og nú er, heldur munu upplýsingarnar eingöngu ferðast innanlands.

Rússneska þingið samþykkti á síðasta ári lög sem kveða á um að tölvukerfi landsins verða að geta starfað sjálfstætt og óháð alþjóðlega nafnaþjónakerfinu og geti þannig haldið úti þjónustu, komi til þess að erlent ríki geri tölvuárás á Rússland og einangri með því landið.

BBC segir að gera eigi prófanirnar fyrir 1. apríl á þessu ári, en ekki sé þó búið að fastsetja ákveðna dagsetningu.

Atlantshafsbandalagið (NATO) og bandalagsþjóðir þess hafa hótað Rússum refsiaðgerðum vegna meintra tölvuárása sem rússneskir ráðamenn eru reglulega sakaðir um að standa að. Lögin sem samþykkt voru í fyrra kveða á um að Rússar komi upp sínum eigin nafnaþjónum (DNS), þannig að hægt verði að halda úti þjónustu verði lokað á samskipti þeirra um alþjóðlega nafnaþjóna.

Tólf samtök hafa nú yfirumsjón með nafnaþjónum, en engir þeirra eru staðsettir í Rússlandi. 

BBC segir búist við að prófanirnar taki einnig til ISP-netþjónustuaðila til að sýna að hægt sé að beina upplýsingum í gegnum viðtökustaði stjórnvalda og sía þar með gagnaflæðið þannig að upplýsingar sem Rússar sendi sín á milli skili sér, en þær sendingar sem ætlaðar eru erlendum tölvum lendi í ruslinu.

Segir BBC endanlegt markmið rússneskra stjórnvalda vera að öll netumferð í Rússlandi fari um þessa viðtökustaði og að þar sé um að ræða tilraun til ritskoðunar í ætt við þá sem kínversk stjórnvöld beita til að koma í veg fyrir flæði upplýsinga sem þau telja óæskilegar.

mbl.is
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Tökum að okkur raflagnir og smíðavinnu
Tökum að okkur raflagnir og smíðavinnu Löggiltir verktakar - Áratuga reynsla. Sm...
Múrverk, múrviðgerðir, flísalagnir, flotun ofl.
Getum bætt við okkur verkefnum í múrverki, múrviðgerðum, flísalögnum, flotun ofl...