Kannabisreykingar á táningsaldri auka líkur á þunglyndi

Talið er að um 4% ungmenna á aldrinum 11 til ...
Talið er að um 4% ungmenna á aldrinum 11 til 15 ára á Englandi hafi reykt kannabis á síðustu fjórum vikum. AFP

Kannabisreykingar á táningsaldri geta aukið líkurnar á þunglyndi á fullorðinsárum um allt að 40%. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem gerð var við Oxford-háskóla.

Rannsakendur tengja kannabisreykingar táninga við 60.000 þunglyndisgreiningar á síðasta áratug, eða um eina af hverjum 14 greiningum. Foreldrar eru hvattir til að horfa ekki í gegnum fingur sér þegar kemur að kannabisreykingum barnanna sinna, sérstaklega í ljósi þess að styrkleiki efnanna hefur aukist síðustu áratugi.

Þá eru stjórnvöld í Bretlandi hvött til að forgangsraða í þágu forvarna þar sem kannabisreykingar séu nú opinber heilsufarsógn með „hrikalegum afleiðingum“.

Rannsóknin er byggð á ellefu mismunandi rannsóknum og tekur til yfir 23.000 manns frá táningsaldri til 30 ára. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna meðal annars að einstaklingar sem reyktu kannabis á táningsaldri eru 37% líklegri til að finna fyrir þunglyndiseinkennum á aldrinum 18-32 ára en þeir sem ekki reykja kannabis. Þá er sami hópur talinn þrisvar sinnum líklegri til að vera í sjálfsvígshættu.

„Þetta er ógn við líkamlega og andlega heilsu almennings,“ segir Andrea Cipriani, prófessor við Oxford-háskóla.

Talið er að um 4% ungmenna á aldrinum 11 til 15 ára á Englandi hafi reykt kannabis á síðustu fjórum vikum. „Þetta er viðkvæmur tími fyrir heilaþroska þannig að notkun á kannabis á þessu tímabili getur aukið líkurnar á þunglyndi,“ segir Cipriani.

Frétt The Telegraph um niðurstöður rannsóknarinnar

mbl.is
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 900.- Er í Garðabæ s: 8691204...