Facebook í hart gegn Rankwave

Facebook.
Facebook. AFP

Facebook hefur höfðað mál gegn suðurkóresku fyrirtæki sem er sakað um að nota gögn með ólögmætum hætti sem eru síðan seld til markaðs- og auglýsingaskyni.

Forsvarsmenn Facebook hafa farið fram á það við dómara að fyrirtækið fái heimild til að endurskoða viðskiptareikninga suðurkóreska fyrirtækisins Rankwave til að sjá hvort það hafi komist yfir notendaupplýsingar og mögulega selt þær upplýsingar áfram. 

Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins. Heimildamaður segir í samtali við BBC, að það liggi hvorki fyrir hversu mikið magn af gögnum er um að ræða né hvað þetta snerti marga notendur. 

Facebook segir að þetta muni senda þau skilaboð til þróunaraðila að fyrirtækið leggi mikla áherslu á það að reglum fyrirtækisins sé framfylgt. 

Málið var þingfest fyrir dómstóli í Kaliforníu í gær. Fram kemur í málsskjölum að Facebook saki Rankwave um að nota að minnsta kosti 30 mismunandi öpp til að fylgjast með og greina ummæli fólks og viðbrögð með lyndistáknum (s.s. með því að smella á "like") á Facebook-síðum.

Rankwave bauð m.a. uppá neytendaapp sem, eftir að hafa fengið samþykki notandans, myndi fylgjast með og skrá hversu vinsælar færslur viðkomandi yrðu. Appið myndi þannig reikna út einhverskonar vísitölu sem segði til um áhrif viðkomandi á samfélagsmiðlum. 

Þá segist Facebook hafa upplýsingar um það að frá árinu 2014 hafi Rankwave notað gögn sem öpp fyrirtækisins hafi safnað saman í eigin þágu, m.a. með því að bjóða fram upp á ráðgjöf fyrir auglýsendur og markaðsfyrirtæki. 

mbl.is
KERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Jema A/S danskar skæralyftur
Við seljum hinar vinsælu skæralyftur frá JEMA . Lyfta 1,2 m og 3 T ,glussadrifn...
NUDD- LÁTTU ÞER LIÐA VEL.
Verð ekki við vinnu fyr en um eða eftir miðjan mars . SIMI 863-2909...