86% láta blekkast af falsfréttum

Samkvæmt könnuninni virtist mest vera um falsfréttir á Facebook, en …
Samkvæmt könnuninni virtist mest vera um falsfréttir á Facebook, en þó koma þær einnig fyrir á YouTube, Twitter og bloggsíðum. AFP

86% netnotenda hafa látið blekkjast af falsfréttum, sem í flestum tilfellum var dreift í gegnum Facebook. Þetta eru niðurstöður alþjóðlegrar skoðanakönnunnar CIGI miðstöðvarinnar sem birt var i dag.

Þeir sem svöruðu könnuninni sögðust vilja að bæði stjórnvöld og samfélagsmiðlafyrirtækin gripu til aðgerða gegn falsfréttum. Þær auki tortryggni í garð netsins, auk þess að hafa neikvæð áhrif á hagkerfi og auka pólitíska sundrungu.

AFP-fréttaveitan segir Bandaríkjunum hafa verið kennt að stærstum hlut um útbreiðslu falsfrétta, en á hæla þeirra hafi komið Rússland og svo Kína. Könnunarfyrirtækið Ipsos vann könnunina sem tók til  25.000 netnotenda í 25 löndum.

Samkvæmt könnuninni virtist mest vera um falsfréttir á Facebook, en þó koma þær einnig fyrir á YouTube, Twitter og bloggsíðum.

Íbúar í Egyptalandi virðast vera hvað mest auðtrúa er kemur að falsfréttum, en íbúar í Pakistan voru hins vegar þeir tortryggnustu samkvæmt könnuninni. Þá bentu niðurstöðurnar einnig til vaxandi tortryggni í garð þeirra fyrirtækja sem halda úti samfélagsmiðlum. Þá færast áhyggjur af einkalífi á netinu í aukana, rétt eins og áhyggjur af þeirri hlutdrægni sem sé innbyggð í þá algóriþma sem notaðir eru á netinu.

Könnunin byggði bæði á viðtölum sem tekin voru í persónu og í gegnum netið á tímabilinu 21. desember 2018 til 10. febrúar í ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina