Hitamet í hundraðavís

AFP

Hundruð hitameta hafa fallið það sem af er ári á norðurhluta jarðar. 

Tæplega 400 hitamet voru sett í sumar í þessum hluta heimsins. Um er að ræða hæsta hita sem mælst hefur frá því mælingar hófust í 29 löndum á tímabilinu 1. maí til 30. ágúst. Þriðjungur hitametanna féll í Þýskalandi en einnig féllu mörg hitamet í Frakklandi og Hollandi. BBC greinir frá þessu og vísar í Berkeley Earth og mælingar stofnunarinnar. 

mbl.is