Page og Brin leita á ný mið

Sergey Brin og Larry Page.
Sergey Brin og Larry Page. AFP

Larry Page og Ser­gey Brin, stofn­end­ur Google, hafa greint frá því að þeir ætli að láta af störfum hjá móðurfélagi Google, Alp­habet. Þeir verða áfram í stjórn félagsins en hætta sem forstjóri og stjórnarformaður. 

Sundar Pichai, forstjóri Google, verður einnig forstjóri Alphabet eftir breytingarnar.

Alphabet var stofnað árið 2015 sem hluti af endurskipulagningu hjá Google en Page og Brin stofnuðu Google í bílskúr í Kaliforníu árið 1998 líkt og frægt er orðið.

Í bloggfærslu segjast þeir félagarnir ætla að láta af daglegum störfum til þess að geta einbeitt sér að frumkvöðlastarfi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert