Ný heyrnartól Samsung leka út

Sími frá Samsung.
Sími frá Samsung. AFP

Myndbandi af nýjum heyrnartólum tæknirisans Samsung hefur verið lekið. Heyrnartólin koma út 14. janúar nk. og verða á þeim degi kynnt af forsvarsmönnum Samsung. Forvitnir geta aftur á móti séð heyrnartólin í myndbandinu neðst í fréttinni.

Myndbandið var birt á vef Digital Slang sem er með heyrnartólin undir höndum. Í myndbandinu lýsir hann tækjunum nákvæmlega, bæði hvað útlit og virkni varðar. Þau eru m.a. þráðlaus, vatnsheld og útiloka umhverfishljóð. 

Gefnar verða út þrjár tegundir hið minnsta en bestu heyrnartólin bera heitið Galaxy Buds Pro. Verðið á síðastnefndu heyrnartólunum er 199 dalir og eiga þau að keppa við Airpods frá Apple. Gera má ráð fyrir þau verði betur kynnt á fundi Samsung 14. janúar en þar mun fyrirtækið sömuleiðis kynna nýja farsíma. 

mbl.is