Með langreyði á stefninu

Vísindamaður á kafi í iðrum langreyðarinnar, sem virðist hafa drepist …
Vísindamaður á kafi í iðrum langreyðarinnar, sem virðist hafa drepist þegar skipi var siglt á hana. AFP

Vísindamenn við dýralæknadeild háskólans í Utrecht rannsaka nú hræ af langreyði, sem fannst á perulaga stefni skips í höfninni í Terneuzen í Hollandi á þriðjudag. Vísindamenn telja að skipið hafi siglt á hvalinn og hann hafi verið á lífi þegar það gerðist og segja að blæðing undir húð hans þar sem skipið lenti á honum sé til marks um það.

Hvalurinn hafði greinilega nýverið gleypt átu og var hún ekki öll komin niður í maga. Telja þeir það vísbendingu um að dýrið hafi ekki verið veikt. Bendir allt til að hvalurinn hafi drepist við áreksturinn við skipið og einhvern veginn fest á perunni, sem er neðst á stefninu.

Langreyðurin var 15 metrar á lengd, en þær geta orðið allt að 27 metrar og vegið 80 tonn. Mannfjöldi safnaðist saman til að fylgjast með þegar hvalurinn var dreginn á land og vildu einhverjir fá sýnishorn. Vísindamennirnir tóku það ekki í mál, enda væri tegundin í útrýmingarhættu og bannað að vera með hval eða hluta af hval í sínum fórum án sérstaks leyfis.

Vísindamaður við háskólann í Utrecht beinir myndavél upp í gin …
Vísindamaður við háskólann í Utrecht beinir myndavél upp í gin hvalsins. AFP
Þótt langreyðar gerist mun stærri en þessi sem var 15 …
Þótt langreyðar gerist mun stærri en þessi sem var 15 metrar verða mennirnir smáir í kringum hana. AFP
Hvalurinn séður úr lofti.
Hvalurinn séður úr lofti. AFP
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »