Árangur Finna engin tilviljun

Lestur er grundvöllur náms og vellíðunar, segja Hermundur og Svava.
Lestur er grundvöllur náms og vellíðunar, segja Hermundur og Svava. Ljósmynd/Colourbox

Árangur Finna í menntamálum má ekki síst rekja til starfa Heikkis Lyytinens prófessors, sem hefur haslað sér völl í lestrarfræðum. Hermundur Sigmundsson og Sigríður Þ. Hjaltalín voru með Lyytinen á málþingi í Vestmannaeyjum og fjalla hér um kenningar hans.

Heikki Lyytinen prófessor á málþinginu í Eyjum.
Heikki Lyytinen prófessor á málþinginu í Eyjum.


Heikki Lyytinen, prófessor, fremsti fræðimaður Finna í lestrarfræðum, kom í heimsókn til Íslands dagana 19. til 23. október. Hann hélt fyrirlestur á málþingi um verkefnið Kveikjum neistann í Vestmannaeyjum 21. síðasta mánaðar. Það var mjög áhugavert og lærdómsríkt að vera í samvistum við Heikki þessa daga.

Nokkrir punktar frá honum sem byggjast á rannsóknum hans til fjölda ára. En Heikki hefur skrifað yfir 320 vísindagreinar (Heikki.lyytinen.info).

Samspil sálfræði og menntunar var lykill að þróun og framförum á sviði menntamála í Finnlandi og gerði háskólann í Jyväskylä leiðandi á sviði menntunar á heimsvísu og lyfti Finnum á topp PISA-rannsóknarinnar.

 

Að fræðifólk innan menntunar kunni megindlega aðferðafræði og tölfræði var einn af lyklunum að árangri Finna.

 

Leikskólar eiga að leggja höfuðáherslu á að efla þætti eins og málþroska/orðaforða, félagsfærni (samspil með öðrum) og alhliða hreyfingu.

 

Leikskólar eiga ekki að leggja neina áherslu á kennslu lestrar eða stærðfræði.

 

Kynna má nafn á bókstöfum á leikskólaaldri en ekki leggja áherslu á hljóð þeirra fyrr en skólaganga hefst.

Hermundur Sigmundsson er prófessor við Háskóla íslands og Norska tækni- …
Hermundur Sigmundsson er prófessor við Háskóla íslands og Norska tækni- og vísindaháskólann mbl/Kristinn Magnússon



Mjög mikilvægt er að lesið sé fyrir börn (gæðastund).

 

Finnsk börn hefja skólagöngu 7 ára. Það er byggt á taugavísindum (þroska heila) en rannsóknir sýna að það sé best fyrir flest börn að hefja skólagönguna 7 ára.

 

Alls ekki skal ýta á börn að hefja lestrarnám fyrr en skólaganga hefst (7 ára í Finnlandi). Fyrir þá sem eru seinni í þroska og áhuga getur það haft alvarlegar afleiðingar sem tengjast sjálfsmynd viðkomandi barns. Tilfinning barns um að vera ekki eins gott og annað barn.

 

Mikilvægt er að leggja alla áherslu í byrjun á kennslu bókstafa – hljóða þangað til lestrarkóðinn er brotinn og læsi náð.

 

Eftir að læsi er náð á öll áhersla að vera á að efla lesskilning sem er höfuðmarkmið lesturs.

 

Frá hinu einfalda til hins flókna.

Svava Þ. Hjaltalín grunnskólakennari og verkefnastjóri við Rannsóknarsetur um menntun …
Svava Þ. Hjaltalín grunnskólakennari og verkefnastjóri við Rannsóknarsetur um menntun og hugarfar við Háskóla Íslands.



Lesskilningur eykst með því að

þjálfa lestur.

 

Bókasöfnin eru einn af lyklunum að áranguri finnskra unglinga í PISA. Börn og foreldrar fara saman á bókasafnið og finna sér bækur. Foreldrar gegna þar mjög mikilvægu hlutverki sem fyrirmyndir.

 

Áskoranir miðað við færni eru grunnur þess að efla áhugahvöt.

 

Markviss þjálfun og eftirfylgni er mikilvæg.

 

Jákvæð styrking er lykill alls náms.

 

Alls ekki má koma barni eða unglingi í þá stöðu að hann upplifi verkefnið sem óyfirstíganlegt (upplifi kvíða).

 

Lestur er grundvöllur náms og vellíðunar.

Með von um að ofangreindir punktar frá þeim virta prófessor, Heikki Lyytinen, kalli á samræður sem gætu styrkt íslenskt menntakerfi og bætt árangur nemenda. Vonandi ber okkur gæfa, sem samfélagi, að líta til Finnlands, þeirra frábæru fræðimanna og þeirra rannsókna. Finnsk stjórnvöld hafa leitað í sarpinn til sinna fremstu vísindamanna eins og Heikki Lyytinen. Því er það engin tilviljun að árangur Finna hefur verið mjög góður.

Hermundur er prófessor við Háskóla íslands og Norska tækni- og vísindaháskólann og Svava er grunnskólakennari og verkefnastjóri við Rannsóknarsetur um menntun og hugarfar við Háskóla Íslands.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert