Belize í boði fyrir veiðiplokkara

Hér hefur verið tekið til hendinni. Plokkið hefur virkað vel …
Hér hefur verið tekið til hendinni. Plokkið hefur virkað vel í sumar og margir tekið þátt. Ljósmynd/Aðsend

Veiðiplokkið sem Fish Partner veiðifélag stendur fyrir hefur gengið vonum framar í sumar. Tugir veiðimanna hafa tekið þátt í þessum sumarleik og tínt upp rusl í nágrenni veiðistaða. Umgengni er því miður mjög misjöfn og dæmi eru um að veiðimenn hafi fyllt nokkra svarta ruslapoka.

Sumarleikur Fish Partner byggir á því að veiðimenn skili inn mynd af „fengnum“ og þá fara þeir sjálfkrafa í pott þar sem vegleg verðlaun eru í boði. Fyrstu verðlaun eru fimm daga veiði með öllu á Tarpon Caye Lodge í Belize. Verðmæti fyrsta vinnings er um hálf milljón króna að sögn Gunnars Petersen hjá Fish Partner. Nánari reglur um þátttöku er að finna á síðu Fish Partner á facebook.

Annað dæmi um veiðiplokk. Sérstaklega er áberandi girnistaumar sem veiðimenn …
Annað dæmi um veiðiplokk. Sérstaklega er áberandi girnistaumar sem veiðimenn ættu aldrei að henda frá sér. Ljósmynd/Aðsend

„Við drögum út aðalvinninginn mánudaginn 2. september og sem stendur eru tugir veiðimanna komnir í pottinn en við viljum gjarnan sjá fleiri. Verðlaunin eru frábær. Við höfum sjálfir veitt þarna og það var ævintýraleg ferð. Þetta er frábær staður fyrir tarpon, permit og bonefish,“ sagði Gunnar Örn í samtali við Sporðaköst.

Að hans sögn hafa flestir verið að tína upp bara nokkra hluti en það geti hreinlega skipt sköpum í aðkomu að veiðistöðum. „Almennt ganga veiðimenn vel um, það er okkar reynsla en auðvitað viljum við ekki skilja neitt eftir nema sporin okkar og því er þessi sumarleikur okkar bæði til að auka meðvitund manna og einnig að halda landinu hreinu og veiðistöðunum okkar.“

Gistiaðstaðan í Belize er ekki slorleg. Heppinn plokkari mun dvelja …
Gistiaðstaðan í Belize er ekki slorleg. Heppinn plokkari mun dvelja þarna. Ljósmynd/Aðsend

Búið er að draga út tvo vinninga fyrr í sumar. Annar vinningur var tvær stangir í Sandá í Þjórsárdal og þriðji vinningur tvær stangir í tvo daga í Blöndukvíslum ofan Blöndulóns.

Það er rúm vika til stefnu að láta gott af sér leiða við plokk og eiga um leið möguleika á glæsilegum vinningi.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Mýrarkvísl Matthías Þór Hákonarson 30. september 30.9.
103 cm Stóra Laxá Ársæll Þór Bjarnason 29. september 29.9.
101 cm Stóra Laxá Friðjón Mar Sveinbjörnsson 28. september 28.9.
100 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Víðidalsá Þorsteinn Sverrisson 25. september 25.9.
101 cm Snæfoksstaðir Sigurður Þór Sigurðsson 23. september 23.9.
107 cm Víðidalsá Kristján Jónsson 23. september 23.9.

Skoða meira