Laxá með flesta hundraðkallana

Hafsteinn Orri Ingvason með hundrað sentimetra lax sem hann veiddi …
Hafsteinn Orri Ingvason með hundrað sentimetra lax sem hann veiddi í Vitaðsgjafa í Laxá í dag. Þetta er fimmta tröllið sem veiðist þar í sumar. Ljósmynd/Laxá í Aðaldal

Laxá í Aðaldal er ávallt í fyrsta sæti þegar kemur að stærstu löxunum sem veiðast á Íslandi. Í dag veiddi Hafsteinn Orri Ingvason hundrað sentimetra fisk á Vitaðsgjafa. Þessi magnaði hængur tók Frances míkró kón. Þetta er fimmti hundraðkallinn sem veiðist í Aðaldalnum í sumar og hafa þrír þeirra komið á Frances-afbrigði en tveir á Sunray shadow.

Þetta er sextándi laxinn í sumar á Íslandi sem nær þessari eftirsóknaverðu stærð. Í fyrra á sama tíma voru þeir orðnir 27 talsins.

Það er svo greinilegt að mun minna er af þessum allra stærstu í ár. Hins vegar bendir gott smálaxasumar í ár til þess að þeim geti fjölgað aftur á næsta ári. Svo er rétt að hafa í huga að sumarið er ekki búið.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert