Laxá í Aðaldal er ávallt í fyrsta sæti þegar kemur að stærstu löxunum sem veiðast á Íslandi. Í dag veiddi Hafsteinn Orri Ingvason hundrað sentimetra fisk á Vitaðsgjafa. Þessi magnaði hængur tók Frances míkró kón. Þetta er fimmti hundraðkallinn sem veiðist í Aðaldalnum í sumar og hafa þrír þeirra komið á Frances-afbrigði en tveir á Sunray shadow.
Þetta er sextándi laxinn í sumar á Íslandi sem nær þessari eftirsóknaverðu stærð. Í fyrra á sama tíma voru þeir orðnir 27 talsins.
Það er svo greinilegt að mun minna er af þessum allra stærstu í ár. Hins vegar bendir gott smálaxasumar í ár til þess að þeim geti fjölgað aftur á næsta ári. Svo er rétt að hafa í huga að sumarið er ekki búið.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
101 cm | Lagarfljót | Jóhannes Sturlaugsson | 2. október 2.10. |
100 cm | Stóra - Laxá | Vigfús Björnsson | 30. september 30.9. |
102 cm | Laxá í Aðaldal | Aðalsteinn Jóhannsson | 19. september 19.9. |
103 cm | Víðidalsá | Rob Williams | 17. september 17.9. |
101 cm | Stóra - Laxá | Jim Ray | 16. september 16.9. |
102 cm | Víðidalsá | Svanur Gíslason | 15. september 15.9. |
101 cm | Miðfjarðará | Stebbi Lísu | 14. september 14.9. |