Gengið til rjúpna – ný bók um rjúpnaveiði

Rjúpnaveiði á Grænlandi. Eitt af því sem tekið er fyrir …
Rjúpnaveiði á Grænlandi. Eitt af því sem tekið er fyrir er veiði í Grænlandi, en þangað hefur Dúi oft farið og þekkir vel til. Ljósmynd/Julius Nielsen

Rjúpnaveiðin hefst 1. nóvember og sama dag kemur út bókin Gengið til rjúpna eftir Dúa J. Landmark hjá bókaútgáfunni Bjartur og Veröld. Bókin fjallar um rjúpnaveiði á fjölbreyttan hátt og er ætluð jafnt þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref á rjúpnaslóð sem veiðimenn sem og þeim sem vanari eru og kunna að meta margvíslegan fróðleik sem tengist rjúpnaveiðum.

Fjallað er um undirbúning og útbúnað, hvernig best er að bera sig að á veiðislóð, líffræði og lifnaðarhætti rjúpunnar, skotvopn, skotfæri og veiðar með hundi. Einnig er fjallað um sögu rjúpnaveiða og matarhefðir en í bókinni er að finna rjúpnauppskriftir frá Nönnu Rögnvaldar, Snædísi Jónsdóttur og Úlfari Finnbjörns.

Stoltir veiðimenn í upphafi 20. aldar
Stoltir veiðimenn í upphafi 20. aldar Ljósmynd/Björn Pálsson/Myndasafn Ísafjarðar

„Þarna má finna margt forvitnilegt í bókinni sem tengist rjúpnaveiðum fyrr og nú. Sagt er frá metveiði, rjúpnafelli, fyrstu íslensku rjúpnauppskriftinni, fyrstu nafngreindu rjúpnaveiðimönnunum og tengslum þeirra við Íslendingasögurnar. Einnig er sagt frá rjúpnaveiði fyrri tíma, t.a.m. gríðarmiklum útflutningi á rjúpu í kringum aldamótin 1900. Auk þess er rakin er þróun veiðitímabils og fjöldi veiðidaga í gegnum tíðina. Fjölbreytt og vandað myndefni er í bókinni, þ.á.m. áhugaverðar myndir frá rjúpnaveiði í Grænlandi,“ sagði höfundur í samtali við Sporðaköst spurður um efnistök.

Dúi J. Landmark hefur skrifað bókina Gengið til rjúpna. Bókin …
Dúi J. Landmark hefur skrifað bókina Gengið til rjúpna. Bókin kemur út 1. nóvember sem er fyrsti rjúpnadagur. Ljósmynd/Bernard Laroche

„Hver rjúpnaveiðiferð inniheldur sögu og sumar þeirra ná að verða eilífar, ferðast manna á millum og verða betri í hvert sinn sem þær eru sagðar. Veiðimenn og veiðikonur deila því einnig sínum persónulegum sögum í bókinni, sögur sem gefa innsýn í þá fjölbreyttu reynslu sem rjúpnaveiðin er.“ 

Dúi er góður ljósmyndari og þessa myndaði hann í einum …
Dúi er góður ljósmyndari og þessa myndaði hann í einum af sínum skoðunarferðum. Ljósmynd/Dúi J. Landmark

Dúi er rjúpnaveiðimaður og hefur um árafjöld framleitt og stýrt sjónvarpsþáttum um skotveiði víðsvegar um heiminn og var meðstjórnandi og formaður SKOTVÍS frá 2015 -2018.

Sporðaköst óska Dúa til hamingju með verkið.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Fossá Guðbjörn Gunnarsson 1. október 1.10.
101 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Laxá í Dölum Sigurður Smárason 25. september 25.9.
100 cm Miðfjarðará Róbert G. Grímsson 24. september 24.9.
104 cm Stóra Laxá Rúnar Gauti Guðjónsson 23. september 23.9.
102 cm Víðidalsá/Fitjá Nils Folmer Jörgensen 19. september 19.9.
100 cm Eystri-Rangá Hannes Gústafsson 14. september 14.9.

Skoða meira