Lifir laxinn árásina af?

Benderinn er á hringferð að dreifa sumarútgáfu Sportveiðiblaðsins.
Benderinn er á hringferð að dreifa sumarútgáfu Sportveiðiblaðsins. Ljósmynd/María

„Það er búið að reyna þetta annars staðar, hluthafar græða en náttúran tapar. Það er svoleiðis þar og hér og alls staðar þar sem þessi starfsemi er stunduð. Hættum að slá ryki í augun á fólki og gerum það sem er rétt í stöðunni, það sem er rétt fyrir komandi kynslóðir og konung fiskanna, villta laxinn. Hættum að stunda sjókvíaeldi áður en það verður of seint." Þetta er niðurlag greinar sem Elvar Friðriksson, framkvæmdastjóri Verndarsjóðs villtra laxastofna (NASF) skrifar í nýútkomið Sportveiðiblað.

Elvar veltir fyrir sér spurningunni hvort að villtur lax muni lifa árásina af. Í ljósi fregna af stórfelldu sleppislysi fullvaxinna laxa úr kvíArcticFish í nágrenni Patreksfjarðar, má segja að þessi spurning hafi stækkað enn frekar. Meintir fiskar úr þessari sleppingu eru nú til rannsóknar hjá Hafrannsóknastofnun og allar líkur eru á því að strokulaxinn hafi þegar gengið í nokkrar íslenskar ár. Þá vakna fleiri spurningar. Munu þeir allir leita í ferskvatn til að hrygna? Þetta voru að meðaltali sex kíló fiskar og segir ekki eðlið þeim að leita í ferskt vatn og hrygna? Laxar er af norskum uppruna og eins og Elvar skrifar í grein sinni eru þeir húsdýr. Hann bendir á að erfðablöndun þessa fisks við villta íslenska laxastofninn geti haft mjög alvarlegar afleiðingar.

Forsíða Sportveiðiblaðsins. 2. tölublað 41. árgangur.
Forsíða Sportveiðiblaðsins. 2. tölublað 41. árgangur. Ljósmynd/G.Bender

Í nýju Sportveiðiblaði sem ritstjórinn, Gunnar Bender er þessa dagana að dreifa um allt land, kennir margra grasa. Matthías Þór Hákonarson eða Matti í Mýrarkvísl er í hressilegu viðtali þar sem hann ræðir margt sem á veiðidaga hans hefur drifið.

Gunnar Helgason rifjar upp opnun í Hauku þar sem hann horfir inn á við og kemst að þeirri niðurstöðu að hann hafi verið „ömurlegi gaurinn“ í hollinu. Það er í senn skemmtileg og lærdómsrík lesning.

Guðrún Hildur Jóhannsdóttir prýðir forsíðuna og segir frá veiðiævintýrum eins og viðureigninni við stórlaxinn í Grjótfossbreiðu í Ormarsá.

Hressandi blað í sumarlok þegar veiðin hefur vissulega verið krefjandi.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Víðidalsá Ragnheiður Þengilsdóttir 14. júlí 14.7.
106 cm Laxá í Aðaldal Kristrún Ólöf Sigurðardóttir 8. júlí 8.7.
100 cm Blanda Patrick Devennie 20. júní 20.6.
100 cm Kjarrá Sigurður Smári Gylfason 19. júní 19.6.
Veiðiárið 2023:
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert