Grillaðar „pylsur“ sem gefa hinum ekkert eftir

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Grillaðar pylsur eru nánast þjóðarréttur Íslendinga og því nauðsynlegt að eiga góðan valkost á grillið fyrir þá sem vilja ekki kjöt.

Berglind Hreiðars á Gotteri.is er hér með pylsur sem hún féll alveg fyrir.

„Pylsur geta hins vegar verið alls konar, allt frá þessum klassísku, yfir í kryddpylsur nú eða vegan pylsur eins og í þessu tilfelli! Það má nefnilega alveg skipta kjöti út fyrir vegan vörur, þó maður sé ekki vegan, bara til að breyta til og borða fjölbreyttari fæðu,“ segir Berglind og bætir því við að bestar séu þær með kartöflusalatinu hér að neðan sem sé eitt það allra besta. 

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Grillaðar „pylsur“ með kartöflusalati

  • 1 poki Hälsans Kök pylsur
  • Pylsubrauð
  • Saxaður rauðlaukur
  • Steiktur laukur
  • Tómatsósa
  • Gult sinnep
  • Kartöflusalat (sjá uppskrift)

Aðferð:

  1. Útbúið kartöflusalatið og gerið allt annað tilbúið.
  2. Grillið pylsur og pylsubrauð og raðið saman að vild.

Kartöflusalat uppskrift

  • 300 g soðnar kartöflur
  • 100 g majónes (+/- eftir smekk)
  • 2 msk. saxaður graslaukur
  • 1 tsk. lime safi
  • Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  • Skerið kartöflurnar niður í litla bita og setjið í skál.
  • Blandið majónesi, lime og graslauk saman í skál og smakkið til með salti og pipar.
  • Blandið majónesblöndunni næst varlega saman við kartöflurnar og setjið í botninn á grilluðu pylsubrauði.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is