Borgarinn sem mun breyta lífi þínu

Ljósmynd/María Gomez

Þessi uppskrift er hreint æðsileg enda sameinar hún góða grillmáltíð sem jafnframt er dásamlega holl og góð í maga. Það er meistari María Gomez á Paz.is sem á heiðurinn að henni en fáir galdra fram girnilegri mat en hún.

„Aspasinn kemur svo í staðinn fyrir franskarnar en ég notaði afgangssósu til að dýfa honum í og það var algjört lostæti. Borgarann er mjög einfalt að gera, bara skella í smá marineringu og hræra í holla góða sósu með. Laxinn þarf einungis að marinerast í 30 mínútur áður en hann fer á grillið. Með borgaranum hafði ég ferskan grillaðan aspas sem er súper auðvelt að gera, bara pennsla með sítrónuolíunni góðu frá MUNA, salt, pipar og svo smá parmesan eftir á,“ segir María um uppskriftina og við skorum á ykkur að prófa.

Grillaður marineraður lax í hamborgarabrauði með fetaosta-hvítlauksjógúrtsósu

Marinering

  • 1/2 dl sojasósa
  • 1/2 dl blómahunang frá MUNA
  • 1 dl vatn
  • 1/2 dl sítrónuólífuolía frá MUNA
  • Börkur af einni sítrónu
  • 1/2 tsk hvítlauksduft (athugið ekki hvítlaukssalt heldur Garlic Powder eða hvítlauksduft)
  • 1/2 tsk laukduft (Onion Powder)
  • Nokkrar chiliflögur en má sleppa
  • Gróft salt til að nota við grillið

Fetaosta-hvítlauksjógúrtsósa

  • 250 gr lífrænt ræktuð grísk jógúrt (má líka vera ólífræn)
  • 65 gr fetaostakubbur án olíu
  • 3-4 marin hvítlauksrif
  • Safi úr 1/2 sítrónu
  • 1 tsk gróft salt
  • svartur pipar
  • 1/2 tsk cumin (athugið ekki kúmen eins og í kringlum)
  • 1 msk Blómahunang frá MUNA
  • Ferskt Dill eftir smekk (Ekki nota þurrkað Dill, það verður ekki eins)

Annað hráefni

  • 1 stk laxaflak stórt
  • 2 Avókadó
  • Lambhagasalat í potti
  • Ferskt Timian í potti eða klettasalat eða spínatkál ykkar er valið
  • Rauðlaukur
  • 4 hamborgarabrauð eða grófar brauðbollur að eigin vali
  • Eitt búnt af ferskum aspas
  • Sítrónuólífuolía
  • salt
  • pipar
  • parmesan ostur

Aðferð

Marinering

  1. Hrærið öllum hráefnum nema sítrónuberki saman í eldfast mót.
  2. Raspið svo börkin af sítrónunni saman við, en passið vel að taka bara gula partinn, alls ekki fara ofan í hvíta lagið því það er rammt á bragðið.
  3. Skerið svo laxaflakið í 4 vænar sneiðar.
  4. Leggjið hverja sneið með bleika partinn á grúfu ofan í marineringuna og dreifið henni yfir allar sneiðarnar.
  5. Látið standa í marineringunni upp á borði í minnst 30 mínútur (lengur ef vill en þá í kæli).

Fetaosta-hvítlauksjógúrtsósa

  1. Hrærið jógúrtina upp í skál og blandið saman við hana hunangi, kryddum, salti og pipar.
  2. Merjið hvítlauksrifinn út í og hrærið vel saman.
  3. Stappið næst fetaostakubbinn vel með gaffli og hellið saman við hann sítrónusafanum meðan þið stappið.
  4. Bætið svo út í grísku jógúrtina ásamt smátt skornu dillinu og hrærið vel saman.
  5. Geymið í kæli meðan þið grillið laxinn og útbúið restina af matnum.

Matreiðsla og samsetning

  1. Undirbúið nú aspasinn, takið af honum endann en það er gert með því að beigja hann og þá brotnar endinn sjálfkrafa af sem á ekki að elda með.
  2. Setjið hann á fat og hellið sítrónuólífuolíu yfir hann og saltið og piprið.
  3. Kveikið upp í grillinu og þegar það er heitt lækkið þá aðeins í því og setjið þá Laxinn á það með roðið niður og saltið með grófu salti bara létt yfir.
  4. Pennslið á hann reglulega með marineringunni sem er eftir í fatinu.
  5. Þegar laxinn er orðin fallega bleikur inn að miðju snúið honum þá niður á hvolf en gott er að setja hann þá á efri hillu en ekki beint yfir hitann. Takið af þegar hann er búin að taka á sig fallegan bleikan lit og passið að ofelda hann ekki.
  6. Gott er að setja aspasinn á þegar um 5 mínútur eru eftir af laxinum en hann þarf c.a 5 mínútur á grillinu.
  7. Hitið hamborgarabrauð á grillinu ef þið viljið.
  8. Setjið fetasósu á neðra brauðið, næst kál og rauðlauk, laxinn þar ofan á og avókadó. Setjið svo aftur sósu yfir allt og annað hvort ferskt timian (alls ekki þurrkað), eða klettasalat eða Spínatkál og lokið svo með efra lokinu.
  9. Raspið parmesan yfir nýgrillaðan aspasinn og berið fram saman með restinni af sósunni.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

Ljósmynd/María Gomez
Ljósmynd/María Gomez
Ljósmynd/María Gomez
Ljósmynd/María Gomez
Ljósmynd/María Gomez
mbl.is