Heimatilbúin pítsa með fíkjum

Pítsa með fíkjum, gráðosti og klettasalati.
Pítsa með fíkjum, gráðosti og klettasalati. www.howsweeteats.com

Hérna kemur uppskrift að gómsætri pítsu fyrir fullorðna fólkið. Á pítsunni er “öðruvísi“ og bragðsterkt álegg, svo sem fíkjur, gráðostur og klettasalat. Uppskriftina, ásamt mörgum öðrum, er að finna á heimasíðunni Howsweeteats.com.

Deig:

  • Rúmlega einn bolli volgt vatn
  • Þrjár teskeiðar þurrger
  • Ein teskeið hunang
  • Ein teskeið ólívuolía
  • Þrír bollar hveiti
  • Ein teskeið salt


Álegg:

  • Tveir saxaðir hvítlauksgeirar
  • Átta ferskar fíkjur í sneiðum
  • Fjórar sneiðar eldað beikon
  • 220 grömm ostur
  • 100 grömm mulinn gráðostur
  • Tvær lúkur ferskt klettasalat
  • Ein teskeið ólívuolía
  • Klípa af salt og pipar


Aðferð:
Blandið saman vatni, þurrgeri, hunangi og ólívuolíu í stóra skál. Hrærið með sleif og látið standa í um það bil tíu mínútur. Blandið 2 ½ bolla af hveiti út í skálina og hrærið með sleif þangað til að þú ert komin með klístrað deig. Hnoðaðu deigið með höndunum í stóra kúlu og blandaðu restinni af hveitinu (½ bolla) við deigið. Smyrðu ólívuolíu í skálina og settu deigið aftur í hana, leggðu viskustykki yfir skálina og láttu deigið hefast í um 1-2 klukkustundir.

Eftir að deigið hefur lyft sér skaltu fletja það út með kökukefli á bökunarpappír.

Smyrjið ólívuolíu á deigið og raðið álegginu á deigið (öllu nema nema klettasalatinu).

Setjið pítsuna inn í heitan ofn, um það bil 275°, og fylgist með henni. Takið pítsuna út þegar hún hefur tekið á sig gylltan blæ og látið kólna í nokkrar mínútur. Stráið að lokum klettasalatinu yfir pítsuna og berið á borð.

Þessi pítsa er fyrir fullorðna fólkið.
Þessi pítsa er fyrir fullorðna fólkið. www.howsweeteats.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert