„Paleo“ kjúklinganaggar fyrir fjölskylduna

Hollir kjúklinganaggar án hveitis.
Hollir kjúklinganaggar án hveitis. Against All Grain

Allir elska kjúklinganagga og þá sérstaklega yngri kynslóðin. Kjúklinganaggar keyptir úr matvöruverslunum geta hins vegar verið misjafnir að gæðum. Það er hægur vandi að útbúa þá sjálfur þegar tími er fyrir hendi eins er sérstaklega sniðugt að búa til tvöfaldan skammt og frysta.

Kjúklinganaggar sem þessir eru bæði meinhollir og bragðgóðir. Þeir eru án hveitis og því upplagðir fyrir þá sem fylgja steinaldarmataræðinu svokallaða. Eftirfarandi uppskrift er fyrir fjóra.

Innihald:

500 gr. kjúklingalundir

2 egg

1 bolli þurrkaðar kókosflögur.

1/2 bolli kókoshveiti

1/2 tsk. salt

1/8 tsk. pipar

1/4 tsk. hvítlaukssalt

1/4 tsk. laukduft

Aðferð:

Hitið ofninn á 180 gráður og setjið bökunarpappír á ofnplötu. Blandið saman öllum þurrefnum í grunna skál. Hrærið saman eggin í aðra skál og setjið kókósflögurnar í enn aðra skál. Dýfið kjúklingalundunum fyrst í skálina með þurrefnunum, hristið allt umfram hveiti af lundunum og dýfið þeim svo í eggjablönduna. Loks skal þrýsta kjúklingalundunum í kókosflögurnar. Þá skal setja lundirnar á ofnplötuna og inn í ofn í tíu mínútur, snúa þeim við og baka áfram í aðrar tíu mínútur. Undir það síðasta skal stilla ofninn á steikingu og brúna lundirnar í 3 til 5 mínútur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert