Girnilegt sumarsalat

Sumarsalat með jarðarberjum.
Sumarsalat með jarðarberjum. Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

Berglind Guðmundsdóttir, matarbloggari á Gulur, rauður, grænt og salt, deilir uppskrift að girnilegu sumarsalati með jarðarberjum og avókadó.

Sumarsalat


3 kjúklingabringur
1/2 bolli balsamik-dressing (til marineringar)
1 salatpoki að eigin vali
1 avókadó, skorið í teninga
1 box jarðarber
4 beikonstrimlar, eldaðir stökkir og skornir í bita
100 g pekanhnetur, gróft saxaðar
hreinn fetaostur mulinn niður
balsamik-dressing

Balsamik-dressing

1/2 bolli balsamik-edik
1/2 bolli ólífuolía
2 msk. dijon-sinnep
2 tsk. hunang
2 hvítlauksrif, pressuð
1/2 tsk. salt
1/2 tsk. pipar

Aðferð:

  1. Öllum hráefnum fyrir dressinguna er blandað vel saman í skál.
  2. Takið því næst 1/2 bolla af dressingunni og látið kjúklingabringurnar marinerast í henni í 30 mínútur eða meira.
  3. Grillið kjúklinginn. Blandið saman hráefnum fyrir salatið og berið fram með balsamik-dressingu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert