Kjúklingabúrrító sem krakkarnir elska

Ljósmynd/Hanna Þóra/hanna.is

Hanna Þóra heldur úti síðunni Hanna.is þar sem hún deilir skemmtilegum uppskriftum sem flestir ættu að ráða við. Við fengum að deila með ykkur girnilegri og auðveldri uppskrift að kjúklingaburrito sem Hanna segir að sé bæði einfalt og barnvænt. Rétturinn hafi slegið í gegn heima hjá henni og því ekki úr vegi að deila uppskriftinni með lesendum mbl.is.

Kjúklingabúrrító Hönnu Þóru

  • 3 – 4 kjúklingabringur
  • Garlic pepper
  • Olía til steikinga
  • 1 gulur laukur – saxaður
  • 1 – 2 hvítlauksrif – söxuð
  • 1 chilipipar – fræhreinsaður og saxaður
  • ½ paprika
  • 5 – 6 sveppir
  • Brokkolí
  • Ferskt kóríander – má sleppa

Sósa

  • U.þ.b. 100 g rjómaostur – philadelphia
  • 1 krukka taco-sósa

Samsetning

  • 1 dós sýrður rjómi
  • Mexíkóskar pönnukökur (tortillur)
  • Mozarellaostur – rifinn

Aðferð

  1. Kjúklingabringur skornar í bita kryddaðar með Garlic pepper – steiktar á pönnu. Lagt til hliðar.
  2. Laukur, hvítlaukur, chilipipar, brokkolí, paprika, kóríander og sveppir steikt saman á pönnu.
  3. Sósa: Rjómaostur og taco-sósa hitað í potti – hrært saman.
  4. Kjúklingabitum bætt við steikta grænmetið og sósunni hellt yfir – blandað saman
  5. Ofninn hitaður í 180°C.
  6. Hæfilegt magn sett í hverja og eina mexíkóska pönnuköku og þeim rúllað upp – raðað í eldfast mót.
  7. Sýrðum rjóma smurt yfir pönnukökurnar og mozarella-osti dreift yfir.
  8. Sett inn í ofn í 15 – 20 mínútur.

Meðlæti

Hrísgrjón, salat, heimagert guacamole, heimagert salsa og/eða Nachos.

Ljósmynd/Hanna Þóra/hanna.is
Ljósmynd/Hanna Þóra/hanna.is
Ljósmynd/Hanna Þóra/hanna.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert