Ölvun ógildir miðann á nýjustu ölstofu landsins

Eigendurnir og starfsmennirnir frá vinstri: Hlynur Vídó Ólafsson, Hannes Kristinn ...
Eigendurnir og starfsmennirnir frá vinstri: Hlynur Vídó Ólafsson, Hannes Kristinn Eiríksson, Kjartan Vídó Ólafsson og Jóhann Ólafur Guðmundsson. Ljósmynd/Ólafur Einar Lárusso

Þann 16. mars síðastliðinn opnaði bjórframleiðandinn The Brothers Brewery í Vestmannaeyjum ölstofu þar í bæ samhliða því að þeir juku framleiðslugetu sína upp í 500 lítra bruggkerfi. The Brothers Brewery hefur framleitt og selt bjór á veitingastaði í Eyjum og á höfuðborgarsvæðinu frá byrjun árs 2016. 

Ölvun ógildir miðann
„Með opnun ölstofunnar vildum við bjóða Eyjamönnum upp á stað þar sem hægt væri að setjast niður og fá sér góða drykki í rólegu umhverfi. Gestir okkar eiga að geta spjallað saman án þess að hækka röddina til að næsti maður heyri. Ölvun ógildir miðann segjum við og hafa gestir okkar virt það. Þó svo að við seljum áfengi þá viljum við ekki hávaða eða mikla ölvun. Gestir okkar hafa verið til fyrirmyndar hvað það varðar og það finnst okkur frábært,“ segir Kjartan Vídó, sölu- og markaðsstjóri The Brothers Brewery.

Ljósmynd/The Brothers Brewery

Yfir 30 tegundir af bjór í boði
Á ölstofu The Brothers Brewery eru yfir þrjátíu tegundir af bjór til sölu að jafnaði ásamt léttvíni og sterkjum drykkjum. „Við erum með tíu bjórtegundir á dælu og sex eru okkar framleiðsla. Síðan bjóðum við upp á valdar tegundir af flöskubjór,“ segir Kjartan Vídó.

Þrátt fyrir að ölstofan leggi mesta áherslu á breitt úrval af bjór eru þeir einnig með nokkrar tegundir af kokteilum. Einn kokteillinn þeirra hefur slegið í gegn og heitir hann því einfalda nafnið Lakkrísrörið enda er kokteillinn drukkinn með lakkrísröri. „Það hefur komið okkur á óvart hvað við höfum selt mikið magn af þessum kokteil. Kokteilinn sem við bjuggum til kom frábærlega út en með lakkrísrörinu varð þetta fullkomið. Það eiga allir góðar minningar að sötra gosdrykk með lakkrísröri í æsku. Þeirri tengingu höfum við svo sannarlega náð,“ segir Kjartan Vídó að lokum.

Girnilegur ginkokteill með lakkrísröri.
Girnilegur ginkokteill með lakkrísröri. Ljósmynd/The Brothers Brewery

Ginkokteill drukinn með lakkrísröri

Einfaldur Hendrics gin

Einfaldur lakkríssíróp

Klaki í glasið

Fyllt upp með sódavatni og hrært

lakkrísrör skorið í rétta stærð og komið fyrir í glasinu.

Drukkið með bros á vör og munið að njóta!

Staðurinn er vel heppnaður en mikil þörf hefur verið á ...
Staðurinn er vel heppnaður en mikil þörf hefur verið á sambærilegum stað í Eyjum. Ljósmynd/The Brothers Brewery
Jóhann skálar kátur fyrir komandi sumri en vill ekkert rugl. ...
Jóhann skálar kátur fyrir komandi sumri en vill ekkert rugl. Bara gleði og góðan bjór.
mbl.is