Mánudagsfiskur og hollráð Guðbjargar

Guðbjörg Finnsdóttir er ákaflega vinsæll líkamsræktarkennari og á og rekur …
Guðbjörg Finnsdóttir er ákaflega vinsæll líkamsræktarkennari og á og rekur G-Fit í Garðarbæ. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Guðbjörg Finnsdóttir, eigandi G-Fit, er lesendum Matarvefjarins kunnug en uppskriftir frá henni eru með þeim vinsælli sem við birtum enda er Guðbjörg ákaflega góður kokkur og vill engar öfgar eða vitleysu. Smelltu hér til að sjá uppskrift að morgunmat Guðbjargar.

Nú þegar margir eru að reyna að koma sér í hollara lífsmynstur eftir sukksumar er gott að hlera ofurkropp eins og Guðbjörgu um hvað skuli hafa í huga.

„Hugsaðu  vel um H-in þrjú: Hreyfing - Hvíld - Hollt mataræði.  Þetta þrennt þarf að haldast í hendur til að ná góðri útkomu. Eftir sumarfrí þá þyrstir okkur að komast í form og nýttu þér kraftinn sem þú hefur. Hugleiddu hvað þér líður vel þegar þú ert að æfa, hugsaðu hvað þjálfunin gerir þér gott og hvað þú finnur mikinn mun á líkama og sál. Þú veist hvað þú ert orkumeiri, sterkari, sefur betur og ert meira lifandi við allt sem þú ert að gera. Settu raunhæf markmið niður á blað. Hafðu þau sýnileg fyrir þér og þínum og minntu þig á hvað þú ætlar þér. 

Þegar kollinn er orðinn klár þá er auðveldara að standast freistingar sem sumarfríið leyfði þér. Hafðu þetta einfalt, forðastu sykur, reyndu að borða sem mest hreina fæðu, hugaðu um skammtastærð og njóttu þess að borða fallegan og hollan mat.“

Ótrúlegt en satt þá fagnaði Guðbjörg fimmtugsafmæli sínu í sumar.
Ótrúlegt en satt þá fagnaði Guðbjörg fimmtugsafmæli sínu í sumar. mbl.is/Facebook

Þorkhnakkar með íslensku grænmeti

1 kg þorskhnakkar
1 dl góð ólífuolía
1 rauður chilli ferskur
3 hvítlauksrif
Best á fiskinn krydd
Kryddblanda frá lækninum í eldhúsinu (ofnbakaður fiskur)
Heilsutómatar
1 rauð paprika
Brokkolí
Salt og pipar

Chilli og hvítlauksrif saxað vel saman og blandað við olíuna. Krydda fiskinn og gott að setja fiskinn í poka og leyfa að liggja í kryddleginum í klst. Fiskur í eldfast mót, grænmeti yfir, dass af olíu og salt og pipar. Inn í 190° heitan ofn með lok yfir í ca. 10 mín. og síðan lokið af og halda áfram í 15 mín.

Borið fram með bankabyggi, grænu salati og graslaukssósu

Graslaukssósa með gúrku 

1 dós grísk jógúrt
1/2 gúrka söxuð smátt
Handfylli af graslauk saxað smátt
Salt
Pipar
Cayenne-pipar

Öllu hrært saman.

Það er tilvalið að nýta sem mest af fersku grænmeti …
Það er tilvalið að nýta sem mest af fersku grænmeti sem flestar verslanir iða nú af. mbl.is/Hanna Andrésdóttir
Hollt og fljótlegt.
Hollt og fljótlegt. mbl.is/Hanna Andrésdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert