Nautakjöt með grænu karríi

mbl.is

Fyrir alla þá sem elska taílenska matargerð er þessi perla sannkallaður hvalreki (ekki þó bókstaflega) því það er engin önnur en Prao Vajra­bhaya, framkvæmdastjóri Thai Choice, sem á heiðurinn af henni. Prao er mikill Íslandsvinur og elskar fátt meira en að elda góðan mat. 

Hér blandast fiskisósa og karrí saman og úr verður magnaður (en þó einfaldur) galdur.  

Sjá frétt mbl.is: Byrjaði 15 ára að baka og stýrir stórveldi í dag. 

Nautakjöt með grænu karríi

 • 3½ msk grænt karrímauk
 • 1 msk jurtaolía
 • 200 g nautakjöt, þunnskorið
 • 100 g eggaldin, skorið í fernt
 • 2 tsk fiskisósa
 • 1 tsk sykur
 • 400 ml kókosmjólk
 • rauður chilipipar, skorinn

Aðferð:

 1. Hitið olíu á wok- eða steikarpönnu. Bætið grænu karrímauki út í og hrærið vel í tvær mínútur.
 2. Bætið nautakjötinu á pönnuna og haldið áfram að steikja í tvær mínútur Setjið kókosmjólkina út á og sjóðið.
 3. Lækkið hitann, bætið sykri og eggaldini á pönnuna og hrærið vel.
 4. Látið malla í fimm mínútur. Berið fram heitt með soðnum jasmínhrísgrjónum.
mbl.is