Ertu að klúðra béarnaise-sósunni?

Góð bernaise sósa getur miklu bjargað.
Góð bernaise sósa getur miklu bjargað.

Það er að bresta á með jólum og því ekki úr vegi að fara yfir helstu reglurnar varðandi béarnaise-sósuna góðu. Hér er lykilatriði að fara ekki á taugum. Sósan er vissulega mikilvæg en jólahaldið stendur ekki eða fellur með frammistöðu þinni í sósugerð.

Gott er að horfa á þetta stórskemmtilega kennslumyndband áður en lengra er haldið:

Hér er að finna nokkur skotheld ráð:

Hér má jafnframt finna stórgóða útgáfu:

Og loks er hér skotheld uppskrift:

Béarnaise-sósa
  • 5 stk. eggjarauður
  • 500 g smjör
  • 1 stk. nautateningur eða annar kjötkraftur frá Knorr
  • 2 msk. béarnaise-essence
  • 1 msk. þurrkað estragon eða 2 msk. ferskt
  • salt og pipar
  • safi úr hálfri sítrónu

Aðferð:

  1. Bræðið smjörið með kjötkraftinum.
  2. Takið af hitanum og leyfið aðeins að rjúka.
  3. Setjið eggjarauðurnar í hitaþolna skál, stál eða gler.
  4. Setjið vatn í pott, hleypið upp suðunni og lækkið svo alveg undir.
  5. Leggið skálina ofan á pottinn, gætið þess að botninn snerti ekki vatnið og þeytið eggjarauðurnar þar til ljósar og léttar.
  6. Takið pottinn með skálinni af hitanum. Hellið smjörinu mjög rólega saman við eggin í mjórri bunu og þeytið stanslaust á meðan, þetta tekur 5-7 mínútur.
  7. Kryddið svo með estragoni og béarnaise-essence.
  8. Smakkið til með sítrónu, salti og pipar.
  9. Sósan geymist vel undir plastfilmu við stofuhita í 2-3 klst., borin fram stofuheit eða hituð rólega upp yfir vatnsbaði.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert