Ertu búinn að borða yfir þig?

Nú er ekki rétti tíminn til að fá sér heitt …
Nú er ekki rétti tíminn til að fá sér heitt súkkulaði með drukknandi sykurpúðasnjókalli. Azurita

Það er ansi hætt við því að einhverjir séu búnir að borða yfir sig á þessu stigi málsins. Það er því ekki annað í stöðunni en að grípa til aðgerða ekki síðar en strax svo að kvöldið endi ekki með magakvölum og almennri meltingareymd.

Í fyrsta lagi skaltu hætta að borða í snarhasti – eða taka þér hlé.

Í öðru lagi skaltu drekka vatnsglas á þessu stigi málsins enda allar líkur á að þú sért ekki búinn að drekka nóg vatn.

Í þriðja lagi er nokkuð ljóst að þú þyrftir að koma meltingunni á hreyfingu. Stattu upp og farðu í stuttan göngutúr.

Í fjórða lagi skaltu fá þér magnesíum fyrir svefninn. Magnesíum er kraftaverkameðal þegar kemur að meltingunni.

Í fimmta lagi skaltu hætta að borða í snarhasti. Þú ert augljóslega búinn að borða yfir þig og það veit aldrei á gott.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert