Morgunmatur ómótstæðilegu Önnu

Anna Eiríksdóttir þjálfari heldur úti heimasíðunni annaeiriks.is.
Anna Eiríksdóttir þjálfari heldur úti heimasíðunni annaeiriks.is. mbl.is/Saga Sig

Líkamsræktarhetjan Anna Eiríksdóttir deildi þessari uppskrift á síðu sinni í gær en hún segir grautinn vera í miklu uppáhaldi á sínu heimili.

„Þessi grautur er dásamleg útgáfa af hafragraut og í rauninni jafngóður kaldur daginn eftir. Hafragrautur er saðsamur og gefur góða orku fyrir daginn og því varla hægt að byrja daginn betur.  Ég fékk hugmyndina að þessum graut frá ómótstæðilegu Ellu (Deliciously Ella) sem mér finnst alltaf með svo girnilegar og hollar uppskriftir. “

Girnilegur kókosgrautur.
Girnilegur kókosgrautur. mbl.is/TM

Innihald:

1 dl haframjöl

2 dl kókosmjólk í fernu

1 tsk. kókosolía

1/3 bolli kókosmjöl 

1/3 bolli hakkaðar möndlur

Akasíuhunang og ber

Aðferð:

Setjið haframjöl og kókosmjólkina og pott og sjóðið við vægan hita í nokkrar mínútur eða þar til grauturinn hefur þykknað. Blandið kókosolíunni, kókosmjölinu og hökkuðu möndlunum saman við og hrærið öllu vel saman.

Anna Eiríksdóttir er ofurhetja sem hefur komið ófáum kroppum í ...
Anna Eiríksdóttir er ofurhetja sem hefur komið ófáum kroppum í form. mbl.is/Saga Sig
mbl.is