Óvenjulegar eldhúseyjur

Borð sem búið er að breyta í eyju. Það er …
Borð sem búið er að breyta í eyju. Það er eitthvað sjúklega smart við að blanda saman gamaldags rustic mublu saman við nýtísku eldhús. Myndar hið fullkomna jafnvægi. mbl.is/Pinterest

Eldhúseyjur eru snjallt fyrirbæri og ákaflega vinsælar. Oftast er um að ræða einingu sem er í sama stíl og eldhúsinnréttingin sjálf og passar vel inn. Stundum er eyjan sjálfstæð eining og ber nafn með rentu en stundum rugla menn saman eyjum og töngum en það gefur augaleið að tangi er veggfast fyrirbæri.

En nóg um landfræðileg hugtök í eldhúsinu og snúum okkur að viðfangsefni þessarar fréttar.

Hægt er að vera með eyjur sem eru heldur óvenjulegar. Hægt er að breyta gömlu borði í eyju, gamalli kommóðu, hillum og nánast hverju sem er. Sumir kjósa að hafa eyjur á hjólum, aðrir safmfellanlegar og þar fram eftir götunum. Lykilatriðið er þó að eyjan bætir miklu við eldhúsið - bæði karakter, vinnuplássi og ekki síst geymsluplássi.

Hér getur að líta nokkrar óvenjulegar eyjur sem eru engu að síður virkilega vel heppnaðar.

Til allra þeirra sem eru í eldhúsbreytinga/endurnýjunar-hugleiðingum ráðleggjum við ykkur að fara inn á Pinterest og láta hugann reika. Ef einhvers staðar er hægt að fá góðar hugmyndir og innblástur þá er það einmitt þar.

Hér sést eyjan betur.
Hér sést eyjan betur. mbl.is/Pinterest
Hér er búið að taka gamalt skrifborð, setja hjól undir …
Hér er búið að taka gamalt skrifborð, setja hjól undir það (mögulega líka til að hækka það upp) og borðplötu. Virkilega vel heppnuð lausn. mbl.is/Pinterest
Hér er búið að endurvinna gamlan smíðabekk eða gamalt afgreiðsluborð. …
Hér er búið að endurvinna gamlan smíðabekk eða gamalt afgreiðsluborð. Ekki almennilega hægt að sjá hvort er. mbl.is/Pinterest
Þessar skúffur eru rosalega. Hér erum við að tala um …
Þessar skúffur eru rosalega. Hér erum við að tala um antík mublu sem mögulega er dýrari en eldhúsið samanlagt. Fágætur gripur en þvílíkur karakter. mbl.is/Pinterest
Bankabókin þarf ekki að vera bústin til að hægt sé …
Bankabókin þarf ekki að vera bústin til að hægt sé að fjárfesta í eyju. Hér er búið að taka vörubretti og umbreyta í eyju með góðum árangri. mbl.is/Pinterest
Gamaldags og glæsilegt!
Gamaldags og glæsilegt! mbl.is/Pinterest
Eyjan er um leið skilrúm og bókaskápur. Ákaflega snjallt.
Eyjan er um leið skilrúm og bókaskápur. Ákaflega snjallt. mbl.is/Pinterest
Hér hefur kommóðu verið breytt í eyju og takið eftir …
Hér hefur kommóðu verið breytt í eyju og takið eftir hvernig borðplatan er látin ná vel útfyrir svo að setrými skapist - sem er ákaflega mikilvægt. mbl.is/Pinterest
Eyjur þurfa ekki að vera ákaflega breiðar. Þetta er til …
Eyjur þurfa ekki að vera ákaflega breiðar. Þetta er til dæmis fullkomin eyja fyrir þetta rými. mbl.is/Pinterest
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert