Skandinavískur eldhússtíll í 5 skrefum

Flísar í þessum stíl njóta einnig mikilla vinsælda þótt stundum …
Flísar í þessum stíl njóta einnig mikilla vinsælda þótt stundum séu þær helst til of iðnaðarlegar ef annað í eldhúsinu skapar ekki hlýju á móti. mbl.is/pinterest

Skandinavískur innanhússtíll hefur verið yfirburðavinsæll síðustu ár. Stíllinn einkennist af hvítu, mínímalisma með ljósum pastellitum og köldum tónum. Svart, hvítt, grátt og náttúruleg efni eins og ljós viður ráða ríkjum og marmari er áberandi.

Plöntur eru vinsælar sem og listaverk í ljósum litum eða teikningar. Okkur á matarvefnum finnst skandinavísk hönnun ákaflega falleg og eldhús í þeim stíl guðdómleg en viljum þó gjarnan sjá frakkara litaval og aðeins meiri persónuleika.

Nr 1. Stór ljós flötur
Stór ljós flötur getur verið ljós innrétting, ljósir veggir eða ljósar flísar. Ef innréttingin er í lit væri hún ljósgrá, svört, dökkblá eða fölbleik.

Ljóst og lekkert. Þess má geta að yfirleitt er mjög …
Ljóst og lekkert. Þess má geta að yfirleitt er mjög gott að taka matarmyndir í hvítum eldhúsum þar sem stórir hvítir fletir mýkja birtuna. mbl.is/Pinterest


Nr 2. Ljós viðargólf og/eða ljós viðarhúsgögn 
Ljós viðargólf eru vinsæl í Skandinavíu og þá sérstaklega í Danmörku. Gólfið gefur eldhúsinu hlýju á móti hvíta ljósa fletinum. Einnig eru stór viðarborð og bekkir vinsæl. Eldhúsborðið er þá einnig stofuborð og miðja heimilisins undir heimalærdóm, vinnu eða spilakvöld.

Ljóst viðargólf, húsgögn og hvítt, hvítt, hvítt. Allt samkvæmt forskriftinni.
Ljóst viðargólf, húsgögn og hvítt, hvítt, hvítt. Allt samkvæmt forskriftinni. mbl.is/pinterest


Nr 3. Hangandi ljós

Hangandi ljós í hráum stíl, hvort sem það er iðnaðarútlit eða fínni ljós er mikilvægt að þau hangi niður yfir eldhúseyju ef slíkur lúxus er til staðar. Ef ekki þarf ljósið að hanga yfir matarborðið.

Hangangi ljós í iðnaðarstíl og nútímalist. Mjög skandinavískt.
Hangangi ljós í iðnaðarstíl og nútímalist. Mjög skandinavískt. mbl.is/pinterest

Nr 4. Nútímalist Ljósmyndir í svörtum römmum eru vinsælar í skandinavískum eldhúsum. Einnig eru plaköt í ljósum litum, jafnvel pastellitum vinsæll.

Opnar hillur, myndir og marmari. Hér eru þó fleiri smáhlutir …
Opnar hillur, myndir og marmari. Hér eru þó fleiri smáhlutir en mínímalisminn segir til en okkur á Matarvefnum finnst það persónulegt og smart. mbl.is/pinterest

Nr 5. Opnar hillur eða glerskápar 
Opnar hillur úr brons, ljósum við eða hvítu efni eru nánast skylda í lekkerum skandinavískum eldhúsum. Þær gefa eldhúsinu léttara útlit og um leið má raða fallegum hlutum, uppáhaldsstellinu, blómum eða jafnvel myndum á þær.

Opnar hillur og ljóst stell.
Opnar hillur og ljóst stell. mbl.is/pinterest
Mildari flísar og hlý bleik innrétting á móti opnum hillum.
Mildari flísar og hlý bleik innrétting á móti opnum hillum. mbl.is/pinterest
Hér er allt samkvæmt uppskrift þótt nútímalistina vanti.
Hér er allt samkvæmt uppskrift þótt nútímalistina vanti. mbl.is/pinterest
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert