Vikumatseðillinn sem öllu bjargar

mbl.is/TM

Það er frábær vika fram undan sem endar á því að komið er páskafrí. Við verðum því í sparigírnum og mun vikumatseðillinn sannarlega endurspegla það.

Þó að veðrið verði ekkert spes látum við það ekki hafa áhrif á okkur og borðum gómsætan mat eins og enginn sé morgundagurinn.

Njótið vel elskurnar!

Mánudagur:

Það er komin hefð fyrir því að borða fisk á mánudögum þannig að það er ekki úr vegi að skella í þennan gómsæta ofnrétt sem Tobba sver að sé eitt það albesta sem hún hefur smakkað. Ekki amaleg byrjun það!

Þriðjudagur:

Meistari Oprah elskar þennan kjúkling og þá munum við öll elska hann!

Miðvikudagur:

Við hendum aftur í lax en hann er lágkolvetna og hrikalega góður. Eiginlega algör hátíðarsprengja enda á veðurspáin að vera frekar góð í dag um land allt og því ekki úr vegi að fá sér gómsæta vítamínbombu.

Fimmtudagur:

Þetta er sagður stórkostlegur réttur og það er eiginlega nauðsynlegt að prófa að elda hann og finna hið austurríska bragð gæla við bragðlaukana. Jóhanna Ploder stendur fyllilega undir merkjum og við mælum með að þið prófið.

Föstudagur:

Súrdeigspítsur eru nýjasta æðið og þessi uppskrift klikkar ekki.

Laugardagur:

Húrra og halelúja! Það er komið páskafrí hjá ansi mörgum og því mælum við með því að þið dekrið við bragðlaukana og fáið ykkur þetta góðgæti.

Sunnudagur:

Ef það er einhvern tímann tilefni til að fá sér kótilettur þá er það í dag!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert