Ný þjónusta fyrir sveimhuga og ákvörðunarfælna

Jón Arnar, Gunnar Már og Jenný Sif Ólafsdóttir verkefnastjóri Einn, …
Jón Arnar, Gunnar Már og Jenný Sif Ólafsdóttir verkefnastjóri Einn, tveir & elda. mbl.is/Aðsend
<span>Einn tveir og elda eru að fara af stað með nýjung á máltíðamarkaðinum en það er svokallaður Express pakki. Þjónustan virkar þannig að ef þú pantar fyrir klukkan 15 færðu máltíðina afhenta samdægurs. Fyrir hinn dæmigerða sveimhuga er þetta því mögulega bestu fréttir ársins enda margur með krónískan valkvíða yfir kvöldmatnum. <br/></span> <span>Að sögn Jóns Arnars Guðbrandssonar, framkvæmdastjóra Einn tveir og elda hafa viðtökurnar hafi verið framar björtustu vonum. „Fólk er svo ánægt með að fá að prófa eitthvða nýtt í eldhúsinu og fá að kynnast hráefnum sem það hefur aldrei prófað áður. Máltíðamarkaðuirnn er í gríðarlegum vexti um allan heim og segir Jón Arnar að kokkar á borð við Jamie Oliver, Marley Spoon og Gordon Ramsay séu farnir að vinna með sambærilegum fyrirtækjum og Einn, tveir og elda. Þetta sé þjónusta sem fólk kunni að meta enda fátt þægilegra en að maturinn bíði manns við heimkomuna.“ </span> <div></div><div><span>Express þjónustan er svo ný af nálinni en þá er hægt að panta til klukkan 15 og fá afhent sama dag. Má leiða líkur að því að þetta sé mikil bylting fyrir þá sem eiga erfiðara með að skipuleggja sig fram í tímann en að sögn Jóns Arnars verður boðið upp á tvær máltíðir í express pakkanum; creola kjúkling með kryddgrjónum og kóríandersósu og nautamínútusteik með bakaðri kartöflu og bernaise sósu. Misjafnt er á hvða dögum hvaða pakki er og eingöngu er hægt að fá pakkana í heimsendingu... sem fæstir kvarta sjálfsagt undan. </span></div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert