Mini-aspasstykki fyrir einfalda tilveru

Einfalt og fljótlegt.
Einfalt og fljótlegt. mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir

Við elskum einfaldar lausnir eins og gefur að skilja og teljum að lykillinn að farsælu eldhúslífi sé mögulega fólginn í því að elda stundum flókinn mat en örlítið oftar eitthvað einfalt og fljótlegt. 

Þessi aspastykki úr smiðju Berglindar Hreiðars eru gott dæmi um þtta. Hér tekur hún einfaldlega brauð sem hún kaupir út í búð og breytir þeim í gott apsaspartý. 

Algjör negla... enda elskar þessi þjóð aspas!

Mini aspasstykki

  • 2 x skinkumyrja
  • 1 x skinkubréf
  • 1 niðursoðin dós af aspas
  • 3 msk majones
  • 15 stk smábrauð (baguette)
  • rifinn ostur
  • paprikuduft

Aðferð:

Afþýðið smábrauðin, skerið vasa í hvert og fjarlægið aðeins innan úr brauðinu til að koma vel af fyllingu fyrir.
Skerið skinkuna í litla bita og hellið safanum af aspasinum.
Blandið því næst skinku, aspas, majonesi og skinkumyrju saman í skál og hrærið vel saman.
Setjið blöndu í hvert smábrauð (um það bil 2 góðar matskeiðar í hvert brauð).
Stráið rifnum osti yfir og kryddið með paprikudufti.
Bakið í um 15 mínútur við 190°C eða þar til brauðið fer að brúnast og osturinn að gyllast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert