Sögulegar sættir Burger King og Wendy´s á balli

Skiltið góða þar sem Wendy´s var boðið á ball.
Skiltið góða þar sem Wendy´s var boðið á ball. mbl.is/Burger King

Í Bandaríkjunum eru samfélagsmiðlar mikið notaðir og þá ekki síst Twitter. Annað trend sem hefur vaxið er að veitingastaðir hnýta hver í annan en þó allt á vinsamlegum nótum. 

Það vakti mikla athygli á dögunum þegar að Burger King staður í Lynn í Massachusetts bauð Wendy´s á lokaballið með sér en staðirnir höfðu þar á undan átt í grimmu auglýsingastríði sem lauk með því að Wendy´s sendi segulbandssnældu (ef einhver man hvað það er) eða "mix-tape" á ensku sem kallaðist We Beefin. Hér er um skemmtilega orðaleiki að ræða og því ljóst að það var komið að Burger King.

Þeir settu upp spurningu á skiltið hjá sér og Wendy´s svaraði með því að þekkjast boðið en að ekkert káf væri leyfilegt og hún/hann yrði að vera kominn heim klukkan tíu. 

Uppátækið hefur eðlilega vakið mikla kátínu enda miklu skemmtilegra þegar samkeppnin fer svona fram. 

Svar Wendy´s við ballboðinu.
Svar Wendy´s við ballboðinu. mbl.is/Twitter
Ballboðið hefur vakið verðskuldaða athygli.
Ballboðið hefur vakið verðskuldaða athygli. mbl.is/Twitter
Sumir eru sárir.
Sumir eru sárir. mbl.is/Twitter
Hér gefur að líta gamla augýsingu frá því að staðirnir …
Hér gefur að líta gamla augýsingu frá því að staðirnir tókust á í miklu auglýsingastríði. mbl.isl/Burger King
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert