Kjúklingur fylltur með sólþurrkuðum tómötum, spínati og osti

mbl.is/Yammie´s Noshery

Hvað er fallegt, gott og bragðast eins og himnaríki? Svarið er þessi dásamlega kjúklingauppskrift sem er hér að neðan. Hvað getur svo sem klikkað þegar búið er að fylla fagran kjúlla með mörgu af því dásamlegasta sem lífið hefur upp á að bjóða?

Kjúklingur fylltur með sólþurrkuðum tómötum, spínati og osti

  • Tvær stórar kjúklingabringur
  • ¾ bolli krydduð ólífuolía (grillolía eða hrein olía með salti og pipar)
  • ½ bolli sólþurrkaðir tómatar
  • ½ bolli grófsaxað spínat
  • ½ bolli fetaostur
  • ½ bolli mozzarella

AÐFERÐ: 

Látið bringurnar liggja í olíunni nokkrar klst ef tími vinnst til, kljúfið þær síðan með beittum hníf, ekki alla leið í gegn (líkt og pylsubrauð). Opnið sárið og fyllið með öðrum innihaldsefnum, það sem ekki kemst fyrir er bara haft utan við. Notið tannstöngla til að halda bringunum saman.

Steikið bringurnar á báðum hliðum á pönnu, lækkið hitann og látið malla áfram þar til þær eru gegneldaðar. Má líka stinga þeim í ofn og láta bakast. Miðjan þarf að ná a.m.k. 75°C hita ef notaður er kjöthitamælir.

Heimild: Yammie´s Noshery

mbl.is/Yammie´s Noshery
mbl.is/Yammie´s Noshery
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert