Beikonvafinn kjúklingur með guacamole

Guðdómlega girnilega eins og einhver myndi segja.
Guðdómlega girnilega eins og einhver myndi segja. mbl.is/Closet Cooking

Beikonvafinn kjúklingur er mögulega ein snjallasta uppfinning í heimi. Hún sameinar ansi margt af því sem við elskum, er fáránlega góð og gerir máltíðina að sannkallaðri veislumáltíð. 

Beikonvafinn kjúklingur með guacamole

  • 4 góðar kjúklingabringur
  • salt og pipar
  • ½ bolli guacamole
  • 8 beikonsneiðar

AÐFERÐ.

  1. Saltið og piprið bringurnar, skiptið guacamole í fjóra hluta og dreifið yfir þær. Vefjið síðan tveimur sneiðum af beikoni utan um hverja bringu.
  2. Grillið við meðalhita þar til beikonið er orðið stökkt og kjötið gegneldað, um það bil 20-30 mínútur ætti að vera hæfilegt. Einnig er hægt að baka bringurnar í ofni, tekur álíka langan tíma, þá er ofninn stilltur á grill í nokkrar mínútur í lokin.
  3. Kjúklinginn má einnig krydda á annan hátt og nota t.d. sólþurrkaða tómata eða gráðaost í staðinn fyrir guacamole.

Uppskrift: Closet Cooking

Það er nákvæmlega ekkert að þessu.
Það er nákvæmlega ekkert að þessu. mbl.is/Closet Cooking
Hér er búið að setja ost yfir herlegheitin og bræða.
Hér er búið að setja ost yfir herlegheitin og bræða. mbl.is/Closet Cooking
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert