Flottustu Airbnb eldhúsin: Eyjan var indverskur peningaskápur

Hér sést hin stórkostlega inverska leynihólfaeyja.
Hér sést hin stórkostlega inverska leynihólfaeyja. mbl.is/Airbnb

Eldhúsperlur þessa lands eru ótal margar og nú ætlum við að kanna það sem við köllum Flottustu Airbnb eldhúsin. 

Við byrjum á Flateyri en þar gefur að líta hús sem búið er að gera upp í eins upprunalegum stíl með ævintýralegu eldhúsi sem á sér merkilega sögu. 

Húseigendur eru fram úr hófi smekklegir og fortíðin blandast vel saman við nútímann. Eldhúsinnréttingin er svört og stílhrein en gefur ákveðinn og ögrandi nútímalegan tón. 

Mesta athygli vekur þó eyjan en í henni eru eldavélahellur þannig að hún þjónar tvíþættu hlutverki. Að sögn eigenda hússins áskotnaðist þeim gripurinn sem er indverskur peningaskápur og afar óvenjuleg og flókin smíð. Í honum eru skúffur og skápar sem í leynast leynihólf á leynihólf ofan svo að úr verður völundarhús leynihólfa. Nokkuð ljóst að menn voru við öllu búnir þar á bæ. 

Skápurinn fékkst í Fríðu frænku á sínum tíma og það þurfti ekki færri en fjóra menn til að bera hann inn enda vegur hann ekki undir 200 kílóum. 

Húsið er hægt að skoða nánar HÉR

Hér sést úr borðstofunni yfir í stofuna en nokkur fjöldi ...
Hér sést úr borðstofunni yfir í stofuna en nokkur fjöldi getur setið við borðið. mbl.is/Airbnb
Allir veggir voru fjarlægðir og úr verður opið og bjart ...
Allir veggir voru fjarlægðir og úr verður opið og bjart rými. mbl.is/Airbnb
Flateyri er fallegur bær.
Flateyri er fallegur bær. mbl.is/Airbnb
Gamla kamínan sómir sér vel.
Gamla kamínan sómir sér vel. mbl.is/Airbnb
Þvílíkur gripur!
Þvílíkur gripur! mbl.is/Airbnb
mbl.is