Hádegisverður ofurfyrirsætunnar

mbl.is/Jennifer Berg

Ofurfyrirsætan og meistarakokkurinn Jennifer Berg þeytist um heimsbyggðina vegna starfa sinna en gefur sér þó ávallt tíma til þess að elda frábæran mat. Hún segir að áherslur sínar hafi breyst örlítið undanfarna mánuði eftir að hún dvaldi í Ástralíu og hún eldi meira af hollum mat en áður.

Hér er hún með frittata eða það sem er nokkurs konar blanda af eggjaköku og böku (f. quiche) sem hún segir að sé fáránlega auðveld, bragðgóð og holl. Hún hafi borið réttinn fram með einföldu salati.

Matarblogg Jennifer er hægt að nálgast HÉR.

Hádegis-frittata að hætti Jennifer

 • 1 brokkólíhaus, skorinn fremur smátt
 • 2 msk. ólífuolía eða kókosolía
 • 3 vorlaukar, saxaðir
 • Handfylli af fersku spínati
 • 3 grænkálslauf, stilkarnir skornir burt, saxað
 • 1 tsk. cumin
 • 1 tsk. sítrónubörkur, fínt rifinn
 • 1 msk. sítrónusafi
 • 10 egg, pískuð
 • 2 tsk. nutritional yeast-flögur 

Aðferð:

 1. Hitið ofninn í 190 gráður.
 2. Setjið vatn í pott og látið suðuna koma upp og setjið brokkólíið út í pottinn. Sjóðið í 3 mínútur eða þar til það er farið að mýkjast. Hellið vatninu af og setjið til hliðar. 
 3. Hitið olíu á pönnu. Setjið vorlaukinn, grænkálið, brokkólíið og spínatið á og steikið í þrjár mínutur eða uns mjúkt. 
 4. Bætið því næst cumin og sítróusafa og berki. 
 5. Setjið grænmetisblönduna í eldfast mót. Hellið eggjunum yfir og sáldrið nutritional yeast-flögunum yfir. 
 6. Setjið í ofninn og bakið í 20-25 mínútur eða þar til eggin eru tilbúin og fallega gyllt á lit. Setjið smá ólífuolíu og stráið sjávarsalti yfir. 
 7. Berið fram og njótið. 
mbl.is/Jennifer Berg
mbl.is