Hills-stjarna tekur eldhúsið í gegn

Eldhúsið er bjart og mjög vel heppnað. Það sem sérstaka ...
Eldhúsið er bjart og mjög vel heppnað. Það sem sérstaka athygli vekur er háfurinn og eldhúsljósin en engum sögum fer af því hvar þau eru keypt. mbl.is/People

Hills-stjarnan Whitney Port tók eldhúsið sitt í gegn á dögunum en það var víst orðið frekar þreytt. Hún fékk alls konar amerísk fyrirtæki til liðs við sig en án þess þó að herlegheitin kostuðu augun úr. 

Útkoman er nokkuð góð – nokkurs konar blanda af evrópskum og amerískum stíl sem heppnaðist vel. Port býr í húsinu ásamt eiginmanni sínum og átta mánaða gömlum syni og er ekki annað að sjá en að hún sé glöð og ánægð með lífið.

Sjálfsagt muna margir eftir henni úr raunveruleikaþáttunum The Hills sem var framleiddur af MTV-sjónvarpsstöðinni og fjallaði um ungar vinkonur í Los Angeles og fyrstu skref þeirra á atvinnumarkaðinum. Starfaði Port meðal annars hjá Teen Vogue áður en hún flutti til New York og hóf störf hjá Diane Von Fustenberg og varð stjarnan í sínum eigin raunveruleikaþætti, The City. 

Port ásamt syni sínum, Sonny.
Port ásamt syni sínum, Sonny. mbl.is/People
Gullkrani og marmari. Þetta er allt eftir bókinni og ákaflega ...
Gullkrani og marmari. Þetta er allt eftir bókinni og ákaflega smart. mbl.is/People
Falleg fjölskylda.
Falleg fjölskylda. mbl.is/People
mbl.is