Döðlukaka með heitri karamellusósu

Ásdís Ásgeirsdóttir

Döðlukakan frá GOTT hefur fyrir löngu öðlast heimsfrægð á Íslandi enda með afbrigðum bragðgóð og dásamleg. Nú hefur Matarvefnum áskotnast uppskriftin sem við deilum að sjálfsögðu með okkar ástkæru lesendum. Njótið vel!

Döðlukaka með heitri karamellusósu

 • 3 egg
 • 120 g hrásykur
 • 300 g döðlur (steinlausar)
 • 150 g smjör
 • 270 g fínt spelthveiti
 • 30 g lyftiduft
 • 1 tsk sjávarsalt

Hitið ofninn í 170°C. Hrærið egg og hrásykur saman í um 10 mínútur. Setjið döðlur í pott og vatn út í svo rétt flýtur yfir döðlurnar. Látið suðuna koma upp og bætið smjöri saman við. Slökkvið undir og látið standa í nokkrar mínútur.

Bætið döðlum ásamt vökva saman við eggjablönduna. Bætið spelthveiti, lyftidufti og salti saman við og hrærið aðeins. Setjið bökunarpappír í form, smyrjið og hellið deiginu í formið. Bakið í 40 mínútur. Kakan á að vera aðeins blaut.

Karamellusósa

 • 125 g hrásykur eða kókospálmasykur
 • 150 g smjör
 • 1 tsk vanilludropar
 • 400 ml rjómi

Setjið hrásykur í pott og hitið þar til hann verður gullinbrúnn. Bætið þá öðru hráefni út í og látið sjóða þar til hæfilega þykkt. Hellið yfir kökuna. Best er að bera kökuna fram með heitri karamellusósu, berjum, þeyttum rjóma eða ís.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »